Menntamálaráðuneyti

375/2002

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 98/2000 um innritun nemenda í framhaldsskóla. - Brottfallin

375/2002

REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 98/2000
um innritun nemenda í framhaldsskóla.

1. gr.

4. gr. orðist svo:
Skólameistara er heimilt að setja skilyrði í skólanámskrá til viðbótar því sem segir í 2. gr. til inngöngu á starfsnámsbrautir. Slík skilyrði skulu miðast við frammistöðu nemenda í verk- eða listgreinum í grunnskóla og/eða aðra þætti sem snerta sérsvið brautarinnar sérstaklega eða starfsþjálfun sem henni tengist.


2. gr.

Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
Á meðan ekki eru haldin samræmd lokapróf í samfélagsgreinum miðast ákvæði 3. gr. b-liðar við skólaeinkunn við lok grunnskóla eingöngu.


3. gr.

Með reglugerð þessari hefur reglugerð nr. 98/2000 um innritun nemenda í framhaldsskóla verið endurskoðuð í samræmi við 10. gr. hennar. Reglugerð þessi er sett samkvæmt 15. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla og öðlast þegar gildi.


Menntamálaráðuneytinu, 21. maí 2002.

Tómas Ingi Olrich.
Örlygur Geirsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica