Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

368/2015

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 560/2007 um fljótandi eldsneyti. - Brottfallin

1. gr.

1. neðanmálsgrein töflu í viðauka I breytist og verður:

Nota skal mæliaðferðir sem tilgreindar eru í ÍST EN 228:2012 eða aðrar sambærilegar aðferðir, enda sé sýnt fram á með óyggjandi hætti að viðkomandi mæliaðferð gefi niður­stöður með sömu nákvæmni.

2. gr.

1. neðanmálsgrein töflu í viðauka II breytist og verður:

Nota skal mæliaðferðir sem tilgreindar eru í ÍST EN 590:2013 eða aðrar sambærilegar aðferðir, enda sé sýnt fram á með óyggjandi hætti að viðkomandi mæliaðferð gefi niður­stöður með sömu nákvæmni.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. og 43. gr. efnalaga nr. 61/2013 og v. lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/77/ESB um breytingu á I. og II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 98/70/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahags­svæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2015, frá 20. mars 2015.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 20. apríl 2015.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica