Fara beint í efnið

Prentað þann 25. apríl 2024

Breytingareglugerð

365/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 599/2005, um ökumæla, verkstæði, álestraraðila og eftirlitsaðila kílómetragjalds.

1. gr.

11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Álestraraðilar eru faggiltar skoðunarstöðvar, tollyfirvöld við innflutning og útflutning og eftir atvikum Vegagerðin. Ríkisskattstjóra er heimilt að ákveða að álestur af ökumæli gjaldskylds ökutækis geti jafnframt farið fram rafrænt og skal þá faggilt skoðunarstöð yfirfara og senda ríkisskattstjóra skráningu álestrar við næstu aðalskoðun ökutækis.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 8. mgr. 13. gr. og 3. mgr. 23. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 16. mars 2022.

F. h. r.

Helga Jónsdóttir.

Guðrún Inga Torfadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.