Iðnaðarráðuneyti

365/2008

Reglugerð um söfnun gagna um innflutning, geymslu og sölu á eldsneyti. - Brottfallin

1. gr.

Orkustofnun skal safna gögnum um orkulindir og aðrar jarðrænar auðlindir, nýtingu þeirra og orkubúskap landsmanna, varðveita þau og miðla upplýsingum til stjórnvalda og almennings.

2. gr.

Til að sinna hlutverki sínu samkvæmt 1. gr. er Orkustofnun heimilt að krefjast gagna sem varða nýtingu á jarðrænum auðlindum, orkuframleiðslu og orkunotkun, þ.m.t. gagna um innflutning, geymslu og sölu á jarðefnaeldsneyti. Skylt er þeim sem stunda atvinnu­rekstur er varðar framangreint að afhenda stofnuninni gögn samkvæmt reglugerð þessari.

3. gr.

Eftirtöldum gögnum ber að skila til Orkustofnunar:

  1. Sölutölum eftir notkunarflokkum, sem skilgreindir eru í 5. gr. Gera skal grein fyrir óvissu í tölum.
  2. Upplýsingum um birgðastöðu í upphafi og við lok árs.
  3. Upplýsingum um rýrnun: Gera skal grein fyrir þeirri rýrnun sem orðið hefur á birgðum á því ári sem tölurnar ná til.

4. gr.

Upplýsingar um sölutölur, birgðir og rýrnun skulu gefnar í tonnum.

Fyrir hverja eldsneytistegund skal jafnframt gefa upp eðlisþyngd í kílógrömmum á lítra, orkuinnihald í megajúlum á kílógramm, kolefnisinnihald sem hlutfall af massa og brennisteinsinnihald sem hlutfall af massa. Þetta skulu vera mæld gildi, ekki gildi gefin upp skv. stöðlum. Gildin skulu mæld fyrir hvern eldsneytisfarm sem berst til landsins. Uppgefið gildi til Orkustofnunar skal vera vegið meðaltal hverrar eldsneytistegundar.

5. gr.

Eftirfarandi eru þeir notkunarflokkar sem vísað er til í 3. gr. reglugerðar þessarar. Orkustofnun gefur út leiðbeiningar með nánari skýringum á flokkun eldsneytis:

  1. Flugvélabensín tekið hér á landi, innlend notkun
  2. Flugvélabensín tekið hér á landi, millilandanotkun
  3. Blýlaust bensín á bifreiðar
  4. Steinolía, samgöngur
  5. Steinolía, annað
  6. Þotueldsneyti tekið hér á landi, innlend notkun
  7. Þotueldsneyti tekið hér á landi, millilandanotkun
  8. Dísilolía á bifreiðar (frá söludælu)
  9. Dísilolía á tæki (frá bíl)
  10. Dísilolía, innlend fiskiskip
  11. Dísilolía, erlend fiskiskip
  12. Dísilolía, önnur skip, innlend notkun
  13. Dísilolía, önnur skip, millilandanotkun
  14. Dísilolía, húshitun og sundlaugar
  15. Dísilolía, steinefnaiðnaður
  16. Dísilolía, framleiðsla og vinnsla málma
  17. Dísilolía, matvæla- og drykkjarvöruiðnaður utan fiskimjölsiðnaðar
  18. Dísilolía, fiskimjölsiðnaður
  19. Dísilolía, efnaiðnaður
  20. Dísilolía, annar iðnaður
  21. Dísilolía, orkuvinnsla
  22. Dísilolía, annað
  23. Skipagasolía, innlend fiskiskip
  24. Skipagasolía, erlend fiskiskip
  25. Skipagasolía, önnur skip, innlend notkun
  26. Skipagasolía, önnur skip, millilandanotkun
  27. Skipagasolía, húshitun og sundlaugar
  28. Skipagasolía, steinefnaiðnaður
  29. Skipagasolía, framleiðsla og vinnsla málma
  30. Skipagasolía, matvæla- og drykkjarvöruiðnaður utan fiskimjölsiðnaðar
  31. Skipagasolía, fiskimjölsiðnaður
  32. Skipagasolía, efnaiðnaður
  33. Skipagasolía, annar iðnaður
  34. Skipagasolía, orkuvinnsla
  35. Skipagasolía, annað
  36. Flotadísilolía, innlend fiskiskip
  37. Flotadísilolía, erlend fiskiskip
  38. Flotadísilolía, önnur skip, innlend notkun
  39. Flotadísilolía, önnur skip, millilandanotkun
  40. Flotadísilolía, húshitun og sundlaugar
  41. Flotadísilolía, steinefnaiðnaður
  42. Flotadísilolía, framleiðsla og vinnsla málma
  43. Flotadísilolía, matvæla- og drykkjarvöruiðnaður utan fiskimjölsiðnaðar
  44. Flotadísilolía, fiskimjölsiðnaður
  45. Flotadísilolía, efnaiðnaður
  46. Flotadísilolía, annar iðnaður
  47. Flotadísilolía, orkuvinnsla
  48. Flotadísilolía, annað
  49. Svartolía tekin hér á landi, innlend fiskiskip
  50. Svartolía, erlend fiskiskip
  51. Svartolía, önnur skip, innlend notkun
  52. Svartolía, önnur skip, millilandanotkun
  53. Svartolía, húshitun og sundlaugar
  54. Svartolía, steinefnaiðnaður
  55. Svartolía, framleiðsla og vinnsla málma
  56. Svartolía, matvæla og drykkjarvöruiðnaður utan fiskimjölsiðnaðar
  57. Svartolía, fiskimjölsiðnaður
  58. Svartolía, efnaiðnaður
  59. Svartolía, annar iðnaður
  60. Svartolía, orkuvinnsla
  61. Svartolía, annað
  62. Kol, iðnaður
  63. Kol, málmvinnsla
  64. Koks, iðnaður
  65. Koks, málmvinnsla
  66. Kol, annað
  67. Koks, annað
  68. Gas, heimili
  69. Gas, landbúnaður
  70. Gas, iðnaður
  71. Gas, framleiðsla og vinnsla málma
  72. Gas, þjónusta
  73. Gas, annað
  74. Metan á bifreiðar
  75. Metan, orkuvinnsla
  76. Metan, annað
  77. Vetni á bifreiðar
  78. Vetni, annað
  79. Úrgangsolía
  80. Skautleifar
  81. Timburkurl

6. gr.

Gögnum skal skilað til Orkustofnunar á því formi sem stofnunin ákveður, fyrir 15. mars ár hvert vegna næstliðins almanaksárs. Sé gögnum ekki skilað innan tilgreinds frests er Orkustofnun heimilt að leggja dagsektir á viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Dagsektir geta numið 10-100 þús. kr. á dag. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynnt bréflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að. Ákvarðanir um að leggja á dagsektir eru aðfararhæfar. Innheimtar dagsektir skulu renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. mgr. 2. gr. laga nr. 87/2003, sbr. lög nr. 48/2007, öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 28. mars 2008.

Össur Skarphéðinsson.

Kristján Skarphéðinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica