Leita
Hreinsa Um leit

Samgönguráðuneyti

361/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um hafnarríkiseftirlit, nr. 128/1997, með síðari breytingum. - Brottfallin

361/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um hafnarríkiseftirlit,
nr. 128/1997, með síðari breytingum.

1. gr.

Við 1. tölulið 2. gr. bætist eftirfarandi:
1. júlí 1999.


2. gr.

2. töluliður 2. gr. orðist svo:
"MOU": Parísarsamkomulagið um hafnarríkiseftirlit undirritað í París 26. janúar 1982 eins og það hljóðar 1. júlí 1999.


3. gr.

Á eftir 9. gr. kemur ný grein, 9. gr. a, sem orðist svo:

9. gr. a
Gildandi málsmeðferð ef ISM-skírteini eru ekki til staðar.

1. Leiði skoðun í ljós að afrit af samræmisskjali eða öryggisstjórnunarskírteini, sem eru gefin út í samræmi við alþjóðakóða um öryggisstjórnun skipa og mengunarvarnir (ISM-kóðann), er ekki að finna um borð í skipi sem heyrir undir ISM-kóðann á skoðunardegi skal Siglingastofnun Íslands sjá til þess að lagt sé farbann á skipið.
2. Siglingastofnun Íslands er heimilt að aflétta farbanninu, þrátt fyrir að skjölin, sem um getur í 1. mgr. vanti, til að komast hjá þrengslum í höfn ef skoðunin leiðir í ljós að ekki er um annan vanbúnað að ræða sem heimilar farbann. Þegar slík ákvörðun er tekin skal Siglingastofnun Íslands ætíð tilkynna lögbærum yfirvöldum hinna aðildarríkja MOU um það tafarlaust.
3. Siglingastofnun Íslands skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að öllum skipum, sem hafa heimild til að láta úr höfn í aðildarríki MOU undir þeim kringumstæðum sem um getur í 2. mgr., sé meinaður aðgangur að öllum höfnum á Íslandi, nema undir þeim kringumstæðum er um getur í 6. mgr. 11. gr., þangað til eigandi eða útgerð skipsins hefur sýnt lögbærum yfirvöldum aðildarríkisins, sem fyrirskipaði farbannið, fram á að skipið hafi gild skírteini sem eru gefin út í samræmi við ISM-kóðann. Komi í ljós við skoðun að um vanbúnað er að ræða, eins og um getur í 2. mgr. 9. gr., sem ekki er unnt að bæta úr í farbannshöfn skulu viðeigandi ákvæði 11. gr. einnig gilda.


4. gr.

Í stað 14. gr. kemur eftirfarandi:

14. gr.
Birting upplýsinga.

1. Siglingastofnun Íslands skal grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að upplýsingar, sem fram koma í I. hluta VIII. viðauka um skip sem farbann hefur verið lagt á á Íslandi eða synjað um aðgang að höfnum þess næstliðinn mánuð, séu birtar a.m.k. einu sinni í mánuði.
2. Fyrirliggjandi upplýsingar í SIRENAC-kerfinu um skip, sem skoðuð hafa verið í höfnum á Íslandi, sem um getur í I. og II. hluta VIII. viðauka, skulu birtar með viðeigandi tæknilegri tilhögun, eins fljótt og hægt er eftir að skoðun lýkur eða farbanni hefur verið aflétt.


5. gr.

6. töluliður I. hluta í I. viðauka orðist svo:
6. Skip, sem af öryggisástæðum hefur verið vikið úr flokki eða það tekið úr flokki, næstu sex mánuði á undan.


6. gr.

II. hluti í I. viðauka orðist svo:

II. Heildarmarkþáttur.
Líta ber svo á að eftirtalin skip hafi forgang við skoðun:
1. Skip sem koma til hafnar í aðildarríki að Parísarsamkomulaginu um hafnarríkiseftirlit (MOU) í fyrsta sinn eða eftir tólf mánaða fjarveru eða lengri. Aðildarríkjunum ber og að taka mið af þeim skoðunum sem aðildarríki að MOU hafa framkvæmt þegar þessum viðmiðunum er beitt. Séu viðeigandi gögn þar að lútandi ekki fyrir hendi ber aðildarríkjum að styðjast við fáanleg SIRENAC-gögn og skoða þau skip sem hafa ekki verið skráð samkvæmt því kerfi eftir gildistöku þess 1. janúar 1993.
2. Skip sem ekki hafa verið skoðuð af neinu aðildarríki á næstliðnum sex mánuðum.
3. Skip með lögboðin skírteini um smíði og búnað, útgefin samkvæmt samningunum, og flokkunarskírteini gefin út af stofnunum sem eru ekki viðurkenndar samkvæmt skilmálum tilskipunar ráðsins 94/57/EB frá 22. nóvember 1994 um sameiginlegar reglur og staðla fyrir stofnanir, en þær sjá um skipaeftirlit og -skoðun og fyrir tilheyrandi starfsemi siglingamálayfirvalda.
4. Skip sem sigla undir fána ríkis sem er skráð í þriggja ára hlaupandi yfirliti, um farbann og tafir yfir meðaltali, sem er birt í ársskýrslu Parísarsamkomulagsins um hafnarríkiseftirlit (MOU).
5. Skip sem fengið hafa að láta úr höfn aðildarríkis með ákveðnum skilyrðum, svo sem:
a) að ráðin verði bót á vanbúnaði fyrir brottför;
b) að ráðin verði bót á vanbúnaði í næstu höfn;
c) að ráðin verði bót á vanbúnaði innan 14 daga;
d) að ráðin verði bót á vanbúnaði sem önnur skilyrði hafa verið tilgreind fyrir.
Hafi ráðstafanir verið gerðar í tengslum við skipið og bætt úr öllum vanbúnaði er tekið tillit til þess.
6. Skip, þar sem vanbúnaður hefur verið skráður við fyrri skoðun, allt eftir fjölda ágalla sem finnast.
7. Skip sem farbann hefur verið lagt á í fyrri höfn.
8. Skip sem sigla undir fána ríkis sem hefur ekki fullgilt alla viðeigandi alþjóðlega samninga sem um getur í 2. gr. þessarar reglugerðar.
9. Skip sem sigla undir fána ríkis þar sem hlutfall vanbúnaðar er yfir meðallagi.
10. Skip í flokki þar sem vanbúnaður er yfir meðallagi.
11. Skip í flokki sem ákveðið hefur verið að víðtæk skoðun fari fram á (skv. 7. gr. þessarar reglugerðar).
12. Önnur skip eldri en 13 ára.

Við ákvörðun á forgangsröð skoðunar skipa, sem talin eru upp hér að framan, skal Siglingastofnun Íslands hafa hliðsjón af röðun samkvæmt heildarmarkþætti sem sjá má í SIRENAC-upplýsingakerfinu samkvæmt 1. þætti í I. viðauka MOU. Hærri markþáttur merkir ofar í forgangsröð. Markþátturinn er summan af gildandi markþáttagildum eins og þau eru skilgreind innan ramma MOU. Ákvæði 5., 6. og 7. liðar gilda einungis um skoðanir á næstliðnum 12 mánuðum. Heildarmarkþáttur skal ekki vera lægri en summan af 3., 4., 8., 9., 10., 11. og 12. lið.


7. gr.

7. töluliður í II. viðauka orðist svo:

7. Alþjóðlega hleðslumerkjaskírteinið (1966).
Undanþáguskírteini ásamt farmskrá, eftir því sem við á.


8. gr.

Á eftir 28. lið í II. viðauka bætast eftirfarandi töluliðir:

29. Áætlun um meðferð sorps og sorpdagbók.
30. Stoðkerfi fyrir ákvarðanir skipstjóra farþegaskipa.
31. SAR-samvinnuáætlun fyrir farþegaskip sem sigla á föstum siglingaleiðum.
32. Skrá yfir rekstrartakmarkanir fyrir farþegaskip.
33. Bæklingur fyrir búlkaskip.
34. Fermingar- og affermingaráætlun fyrir búlkaskip.


9. gr.
Nýr VIII. viðauki bætist við sem orðast svo:
VIII. VIÐAUKI
Birting upplýsinga sem varða farbann og skoðanir.

(eins og um getur í 14. gr.)

I. Þær upplýsingar, sem birtar eru í samræmi við 1. mgr. 14. gr., skulu innihalda eftirfarandi:
- nafn skips,
- IMO-númer,
- gerð skips,
- tonnatala (bt),
- smíðaár,
- nafn og heimilisfang eiganda skips eða útgerðar þess,
- fánaríki,
- flokkunarfélagið, eða flokkunarfélögin, þegar svo ber undir, sem hafa gefið út flokkunarskírteini þessa skips, ef einhver eru,
- flokkunarfélagið eða flokkunarfélögin og/eða sérhvern aðila sem gefið hefur út skírteini fyrir þetta skip, í samræmi við samningana fyrir hönd fánaríkisins, þar með skulu gefin upp þau skírteini sem hafa verið gefin út,
- fjölda farbanna á næstliðnum 24 mánuðum,
- farbannsland og -höfn,
- dagsetningu þegar farbanni var aflétt,
- gildistíma farbanns í dögum talið,
- fjölda ágalla sem finnast og ástæður farbanns, á skýran og skilmerkilegan hátt,
- þegar skipi er synjað um aðgang að höfn innan MOU-svæðisins ber að gefa upp ástæður slíkrar synjunar, á skýran og skilmerkilegan hátt,
- ábendingu um hvort flokkunarfélagið eða aðrir einkaaðilar, sem framkvæmdu viðkomandi eftirlit, hafi borið ábyrgð með tilliti til gallanna sem einir sér eða í sameiningu leiddu til farbanns,
- lýsingu á þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til ef um er að ræða skip sem hefur fengið leyfi til siglingar til næstu viðeigandi skipaviðgerðastöðvar eða sem hefur verið synjað um aðgang að einhverri af höfnum MOU-svæðisins.

II. Þær upplýsingar um skoðuð skip, sem gerðar eru opinberar í samræmi við 2. mgr. 14. gr., skulu innihalda eftirfarandi:
- nafn skips,
- IMO-númer,
- gerð skips,
- tonnatala (bt),
- smíðaár,
- nafn og heimilisfang eiganda skips eða útgerðar þess,
- fánaríki,
- flokkunarfélagið, eða flokkunarfélögin, þegar svo ber undir, sem hafa gefið út flokkunarskírteini þessa skips, ef einhver eru,
- flokkunarfélagið eða flokkunarfélögin og/eða sérhvern aðila sem gefið hefur út skírteini fyrir þetta skip í samræmi við samningana, fyrir hönd fánaríkisins, þar með skulu gefin upp þau skírteini sem hafa verið gefin út,
- land, höfn og dagsetningu skoðunar,
- fjölda ágalla, eftir flokkun vanbúnaðar.


10. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 35/1993 um eftirlit með skipum, ásamt síðari breytingu og með hliðsjón af tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 98/25/EB frá 27. apríl 1998 og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 1999/97/EB frá 13. desember 1999 um breytingu á tilskipun ráðsins 95/21/EB frá 19. júní 1995 um hvernig alþjóðlegum stöðlum um öryggi skipa, mengunarvarnir, aðbúnað og vinnuskilyrðum um borð í þeim er framfylgt (hafnarríkiseftirlit) að því er varðar skip sem nota hafnir innan bandalagsins og sigla á siglingaleiðum sem heyra undir lögsögu aðildarríkjanna, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.


Samgönguráðuneytinu, 9. apríl 2001.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica