Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

10/1984

Reglugerð um iðgjöld til slysatrygginga samkvæmt 36. gr. laga 67/1971 um almannatryggingar, sbr. 5. gr. laga 59 20. mai 1978 - Brottfallin

REGLUGERÐ

um iðgjöld til slysatrygginga samkvæmt 36. gr. laga 67/1971 um

almannatryggingar sbr. 5. gr. laga 59 20. maí 1978.

1. gr.

Eigendur ökutækja og aflvéla, sbr. c-lið 29. gr. laga 67/1971, skulu standa skil á föstu ársiðgjaldi til slysatrygginga sem hér segir:

 

kr.

Vegna bifreiðar.

100,00

Vegna bifhjóls

100,00

Vegna reiðhjóls með hjálparvél

100,00

Vegna vélsleða

100,00

Vegna heimilisdráttarvélar

100,00

Vegna rafstöðvar

50,00

Vegna súgþurrkunartækis

50,00

Vegna heyblásara

50,00

Vegna trillubáta

410,00

 

2. gr.

Við nýskráningu skrásetningarskyldra ökutækja skal innheimta ársiðgjöld til þess tíma, er færa skal ökutækið næst til skoðunar skv. gildandi reglum á hverjum tíma.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 36. gr. laga 67/1971 sbr. 5. gr. laga 59/1978 um almannatryggingar og tekur gildi frá og með 1. janúar 1984.

Jafnframt er úr gildi felld reglugerð nr. 448/1978 svo og lokamálsgrein 1. gr. reglugerðar nr. 201 15. apríl 1981.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 10. janúar 1984.

Matthías Bjarnason.

Páll Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica