Samgönguráðuneyti

439/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 128/1997 um hafnarríkiseftirlit. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 128/1997 um hafnarríkiseftirlit.

 

1. gr.

Á eftir 4 tl. 12. gr. komi nýr tl., 5. tl.:

"5. Siglingastofnun Íslands gefur út kennivottorðið sem kveðið er á um í 4. tl. Kennivottorðið skal vera á ensku og innihalda a.m.k. eftirfarandi:

a) Nafn Siglingastofnunar Íslands.

b) Fullt nafn handhafa kennivottorðsins.

c) Nýlega mynd af handhafa kennivottorðsins.

d) Undirskrift handhafa kennivottorðsins.

e) Yfirlýsingu þess efnis að handhafi kennivottorðsins hafi leyfi til að framkvæma skoðanir í samræmi við þessa reglugerð."

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum nr. 35/1993 um eftirlit með skipum ásamt síðari breytingum og með hliðsjón af tilskipun ráðsins nr. 96/40/EB frá 25. júní 1996 um kennivottorð fyrir skoðunarmenn sem annast hafnarríkiseftirlit staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 27. júní 1997.

Halldór Blöndal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica