Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

362/2009

Reglugerð um breyting á reglugerð um fullnustu refsinga nr. 961/2005. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 22. gr. reglugerðarinnar bætist við ný grein, svohljóðandi:

23. gr.

Notkun síma og annarra fjarskiptatækja.

Gæsluvarðhaldsfanga er heimilt að nota síma eða önnur fjarskiptatæki, þó þannig að honum er slík notkun óheimil í klefa sínum. Sá sem stýrir rannsókn getur þó bannað eða takmarkað notkunina. Gæsluvarðhaldsfangi má nota önnur fjarskiptatæki utan klefa í tengslum við nám og vinnu. Forstöðumaður fangelsis getur takmarkað eða bannað að gæsluvarðhaldsfangi noti önnur fjarskiptatæki ef hætta þykir á að það raski góðri reglu eða öryggi í fangelsinu. Sé gæsluvarðhaldsfangi vistaður innan um aðra afplánunarfanga gilda ákvæði laga um fullnustu refsinga um notkun á síma og öðrum fjarskiptatækjum.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 80. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 og 4. mgr. 99. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 23. mars 2009.

Ragna Árnadóttir.

Skúli Þór Gunnsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica