Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

362/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð, nr. 455 15. nóvember 1993, um pappírslaust peningahappdrætti Happdrættis Háskóla Íslands.

1. gr.

4. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, sbr. reglugerð nr. 529 22. júní 2001, orðast svo:

Í upphafi skal setja 1.000.000 kr. í Gullpottinn. Þegar fjárhæð Gullpotts hefur unnist og potturinn tæmst skal setja 1.000.000 kr. í pottinn á ný vegna frekari þátttöku.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13 13. apríl 1973, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 12. apríl 2007.

F. h. r.

Þorsteinn Geirsson.

Fanney Óskarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica