Fjármálaráðuneyti

360/1998

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 254/1993, um vörugjald af ökutækjum, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 254/1993, um vörugjald af ökutækjum,

með síðari breytingum.

1. gr.

                4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

                Vörugjald af eftirtöldum vörum skal vera sem hér segir:

1.             Undanþegin vörugjaldi: Hópferðabifreiðar, þ.e. ökutæki sem eru aðallega ætluð til fólksflutninga, sem skráðar eru fyrir 18 manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni.

2.             7,5% vörugjald:

a.             Dráttarbifreiðar fyrir festivagna og sem aðallega eru gerðar til að draga annað ökutæki, sem eru yfir 5 tonn að heildarþyngd.

                b.             Ökutæki sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga og eru yfir 5 tonn að heildarþyngd.

c.             Vélknúin ökutæki til sérstakra nota, gálgabifreiðar, kranabifreiðar o.fl., sem ekki eru aðallega hönnuð til flutnings á mönnum eða vörum og ekki eru tilgreind annars staðar í þessari grein, að heildarþyngd yfir 5 tonn.

d.             Tengivagnar og festivagnar til vöruflutninga sem eru yfir 5 tonn að heildarþyngd.

3.             10% vörugjald: Dráttarvélar.

4.             15% vörugjald:

a.             Kranabifreiðar og borkranabifreiðar sem eru 5 tonn eða minna að leyfðri heildarþyngd.

b.             Grindur með hreyfli fyrir vélknúin ökutæki.

c.             Yfirbyggingar, þar með talin ökumannshús fyrir vélknúin ökutæki.

d.             Tengivagnar og festivagnar til vöruflutninga, sem eru 5 tonn eða minna að leyfðri heildarþyngd. Aðrir tengi- og festivagnar.

5.             25% vörugjald:

a.             Dráttarbifreiðar fyrir festivagna og sem aðallega eru gerðar til að draga annað ökutæki, að heildarþyngd 5 tonn eða minna.

b.             Ökutæki sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga, að heildarþyngd 5 tonn eða minna.

c.             Vélknúin ökutæki til sérstakra nota, gálgabifreiðar o.fl., sem ekki eru aðallega hönnuð til flutnings á mönnum eða vörum og ekki eru tilgreind annars staðar í þessari grein, að heildarþyngd 5 tonn eða minna.

6.             30% vörugjald: Hópferðabifreiðar sem skráðar eru fyrir 10-17 manns að meðtöldum ökumanni.

7.             70% vörugjald:

                a.             Bifhjól (þar með talin stigin bifhjól) og reiðhjól með hjálparvél.

                b.             Beltabifhjól (vélsleðar).

                c.             Fjórhjól.

                d.             Önnur vélknúin ökutæki sem ekki eru sérstaklega talin upp í þessum kafla.

2. gr.

                Eftirtaldar breytingar verða á 23. gr. reglugerðarinnar:

a.             4. tölul. orðast svo: Af leigubifreiðum til fólksflutninga skal vörugjald lækka í 25%.

b.             Í stað hlutfallstölunnar "20%" í 5. tölul. kemur: 10%.

3. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 10. og 11. tölul. 5. gr. og 28. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum, og öðlast gildi þegar í stað.

Fjármálaráðuneytinu, 24. júní 1998.

F. h. r.

Bergþór Magnússon.

Hermann Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica