Samgönguráðuneyti

45/1943

Hleðslumerkjareglugerð. - Brottfallin

Hleðslumerkjareglugerð. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 38 30. júní 1942, um breyting á lögum nr. 78 11. júní 1938, um eftirlit með skipum, eru hér með sett eftirfarandi fyrirmæli um mælingar og skoðanir til ákvörðunar á minnsta hleðsluborði farþega- og vöruflutningaskipa í innanlandssiglingum og fiskiskipa, er sigla milli landa, svo og um gerð hleðslumerkja og hleðslumerkjaskírteinis þessara skipa.

I. KAFLI - Almennar skýringar.

1. gr.

Í reglum þessum er gert ráð fyrir því, að farminum sé komið þannig fyrir í skipinu, að það verði ekki vanhlaðið, liggi sem beinast í sjó, með hæfilegum stafn halla og að öðru leyti sé með skipið farið eins og góðra sjómanna er venja.

2. gr.

Í reglum þessum eru ýmis heiti, sem notuð eru við útreikning hleðslumerkjanna skammstöfuð, og fara hér á eftir skýringar á þeim, sbr. meðfylgjandi mynd:

myndir:

sjá B-deild Stjórnartíðinda.

L = Lengd milli ytri brúna stafna við sjólínu á fullhlöðnu skipi.

B = mesta breidd skipsins miðskipa.

D = dýpt miðskipa frá efri brún þilfars við skipshlið, að efri brún kjalar. (Í tréskipum að kjalsýju).

Þm = meðaltal þilfarsriss í borði að framan og aftan.

Þb= Þilfarsbunga miðskipa.

Bl = lengd bakka.

Bh = hæð bakka (meðalhæð).

Hl = lengd hækkaðs þilfars.

Hh = hæð hækkaðs þilfars.

L, B, D, Bl, Bh, Hl og Hh, er mælt í metrum, Þb og Þm í millimetrum.

II. KAFLI - Ákvörðun um hleðsluborð.

3. gr.

Við ákvörðun minnsta hleðsluborðs, skal leggja eftirfarandi hleðsluborð til grundvallar.

A) Tréskip: Ef lengdin (L) er 15,00 m skal (minnsta) hleðsluborð vera 150 mm, en fari stighækkandi og sé 600 mm þegar lengdin (L) er 45,00 m.

B) Járn- eta stálskip: Ef lengdin (L) er 20,00 m skal (minnsta) hleðsluborð vera 150 mm, en fari stighækkandi og sé 300 mm þegar lengdin (L) er 50,00 m. Samkvæmt því verður grundvallarhleðsluborðið eins og hér segir:

Tréskip:

Járnskip:

15 metrar

150 mm

20 metrar

150 mm

16

165

21

155

17

180

22

160

18

195

23

165

19

210

24

170

20

225

25

175

21

240

26

180

22

255

27

185

23

270

28

190

24

285

29

195

25

300

30

200

26

315

31

205

27

330

32

210

28

345

33

215

29

360

34

220

30

375

35

225

31

390

36

230

32

405

37

235

33

420

38

240

34

435

39

245

35

450

40

250

36

465

41

255

37

480

42

260

38

495

43

265

39

510

44

270

40

525

45

275

41

540

46

280

42

555

47

285

43

570

48

290

44

585

49

295

4,5

600

50

300

4. gr.

Á hleðsluborði því, sem lagt er til grundvallar samkvæmt 3. gr., skal gera eftirfarandi leiðréttingar.

myndir:

sjá B-deild Stjórnartíðinda.

A) Leiðrétting vegna dýptar:

1)Tréskip: Ef dýptin (D) er meiri en L:12 skal hleðsluborðið fá viðbót, sem nemur (90+L) (D÷(L/12)) mm.

2)Járn- eða stálskip: Ef dýpin (D) er meiri en L:15 skal hleðsluborðið fá viðbót, sem nemur 2 x L x (D÷(L/15)) mm.

B) Leiðrétting vegna þilfarsriss:

Ef meðaltal þilfarsriss að framan og aftan (Þm) er stærra eða minna en 12,5 x L + 380 mm skal hleðsluborðið fá frádrátt eða viðbót, sem nemur 1/4 hluta mismunarins.

Frádrátturinn má þó ekki vera meiri en 1,25 L mm.

C) Leiðrétting vegna þilfarsbungu:

Ef þilfarsbungan er stærri eða minni en B:50 skal hleðsluborðið fá frádrátt eða viðbót, sem nemur 1/4 hluta mismunarins.

D) Leiðrétting vegna bakka:

Ef skipið hefur bakka (hvalbak), skal hleðsluborðið fá frádrátt, sem nemur Bh x Bl x 5 mm ef bakkinn er lokaður að aftan, en Bh x Bl x 3 mm ef bakkinn er opinn.

E) Leiðrétting vegna hækkaðs þilfars:

Ef skipið hefur hækkað þilfar (hálfþilfar), skal hleðsluborðið fá frádrátt, sem nemur Hh x Hl x 5 mm.

F) Aðrar leiðréttingar sjá 5. gr.

5. gr.

Ef skipið er að einhverju leyti af óvenjulegri gerð má breyta út frá þessum reglum í samræmi við smíðalag þess.

Ennfremur, ef skip telst að einhverju leyti of veikbyggt eða lakar útbúið með tilliti til almennra lokunartækja ofanþilja, skal gefa hleðsluborðinu viðbót, sem nemur allt að 20% af hinu útreiknaða.

6. gr.

Hleðslumerkið er lína, sem ákveður hve djúpt skipið megi liggja í sjó. Þessi lína skal vera lárétt 300 mm á lengd en 25 mm á breidd.

Hleðslulínan skal þannig mörkuð á skipið:

Út frá efri brún þilfarsins miðskips, eins og sýnt er á uppdrættinum, skal marka línu, sem er 300 mm á lengd og 25 mm á breidd. Frá efri brún þessarar línu er hleðsluborðið markað, að efri brún hleðslumerkjalínunnar.

Hleðslumerkið skal greinilega höggvið í skipshliðarnar, og síðan málað, hvítt á dökkan grunnflöt, en svart á ljósan.

7. gr.

Hleðslumerkjaskírteinið skal gefið út af skipaskoðunarstjóra og gildir í tvö ár frá dagsetningu þess.

Hleðslumerkjaskírteinið fellur úr gildi:

a) hafi breytingar verið gerðar á skipinu sem áhrif hafa á útreikning hleðsluborðsins,

b) sé umbúnaður opa á þilfari, skjólborðs, austuropa eða aðgangur að íbúðum skipverja í lakara ásigkomulagi en þegar skírteinið var gefið út, eða

c) sé haffæri og styrkleika skipsins ekki viðhaldið eins og það var og skoðun hafi farið fram því til sönnunar.

Reglugerð þessi staðfestist hér með til að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 12. marz 1943.
Vilhjálmur Þór.
Vigfús Einarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica