Samgönguráðuneyti

109/1992

Reglugerð um breytingu á reglugerð um flutningaflug, nr. 641/1991, með síðari breytingu. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um flutningaflug, nr. 641/1991

með síðari breytingu.

1. gr.

Grein 4.2.1.4.2. orðist svo:

Endurnýjun.

Ef óskað er endurnýjunar flugrekstrarleyfis skal senda Flugmálastjórn beiðni þar að lútandi, a.m.k. þremur mánuðum áður en leyfið rennur út.

2. gr.

Við grein 9.4.1.1. bætist eftirfarandi ákvæði:

c) 900 fartíma reynslu ef flugstjóri er einn í flugáhöfn við farþegaflutninga samkvæmt blindflugsreglum og hafi þar af minnst:

i) 400 fartíma reynslu sem flugstjóri og þar af minnst:

ii) 150 fartíma reynslu í fjölhreyfla flugvélum samkvæmt blindflugsreglum.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 188. gr. laga nr. 34, 21. maí 1964, um loftferðir og tekur til íslenskra flugvéla, svo og annarra flugvéla, sem íslenskur flugrekandi notar eða ræður yfir, staðfestist hér með og skal öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytið, 24. mars 1992.

Halldór Blöndal.

Halldór S. Kristjánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica