Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

357/2011

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri, með áorðnum breytingum.

1. gr.

Í stað viðauka I kemur nýr viðauki I:

VIÐAUKI I

Aðgerðarmörk fyrir aðskotaefni.

Aðgerðarmörk svara til hámarksgildis að viðbættri óvissu í a.m.k. tveimur mælingum. Óvissa í mælingu skal þó aldrei vera hærri en sem nemur:

M * (0,02 + 2-1/2(4+logM))

Þar sem M er leyfilegt hámarksgildi í mg/kg. Aðgerðarmörk hámarksgildisins M verða því:

M * (1,02 + 2-1/2(4+logM))

Dæmi um notkun jöfnu fyrir aðgerðarmörk:

Hámarksgildi (mg/kg)

Reiknuð aðgerðarmörk (mg/kg)

0,01

0,015

0,05

0,071

0,1

0,140

1

1,27

10

12

100

114

200

226

1.000

1.108

50.000

53.4532. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum. Reglugerðin tekur þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 6. apríl 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica