Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

355/2015

Reglugerð um (72.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samn­inginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvæða sameiginlegu EES-nefndar­innar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 684/2014 frá 20. júní 2014 um leyfi fyrir kantaxantíni sem fóðuraukefni fyrir undaneldishænur (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2015, frá 26. febrúar 2015. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16, frá 19. mars 2015, bls. 167.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 847/2014 frá 4. ágúst 2014 um leyfi fyrir DL-selenmeþíóníni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 4/2015, frá 26. febrúar 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 16, frá 19. mars 2015, bls. 788.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 848/2014 frá 4. ágúst 2014 um leyfi fyrir L-valíni, sem er framleitt með Corynebacterium glutamicum, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 403/2009 að því er varðar merkingu fóðuraukefnisins L-valíns. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2015, frá 26. febrúar 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 16, frá 19. mars 2015, bls. 791.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 849/2014 frá 4. ágúst 2014 um leyfi fyrir blöndum með Pediococcus acidilactici NCIMB 30005, Lactobacillus paracasei NCIMB 30151 og Lactobacillus plantarum DSMZ 16627 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2015, frá 26. febrúar 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16, frá 19. mars 2015, bls. 794.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 852/2014 frá 5. ágúst 2014 um leyfi fyrir L-meþíóníni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 4/2015, frá 26. febrúar 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 16, frá 19. mars 2015, bls. 798.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 862/2014 frá 7. ágúst 2014 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 496/2011 að því er varðar heiti handhafa leyfis fyrir fóðuraukefninu natríumbensóati. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2015, frá 26. febrúar 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 16, frá 19. mars 2015, bls. 801.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 863/2014 frá 7. ágúst 2014 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1730/2006 og (EB) nr. 1138/2007 að því er varðar heiti handhafa leyfis fyrir fóðuraukefninu bensósýru (VevoVitall). Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 4/2015, frá 26. febrúar 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 16, frá 19. mars 2015, bls. 803.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

5. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 1. apríl 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica