Utanríkisráðuneyti

353/1999

Reglugerð um gjöld fyrir embættisverk starfsmanna utanríkisþjónustunnar.

1.gr.

Fyrir embættisverk starfsmanna utanríkisþjónustunnar skal greiða eftirfarandi gjöld:

 

 

 

kr.

1.

 

Fyrir endurrit eða ljósrit, hver síða

100

2.

 

Fyrir áritun í vegabréf eða önnur persónuskilríki

1.200

3.

 

Fyrir staðfestingu undurskriftar stjórnvalda og einstaklinga, hvert skjal

1.200

4.

 

Fyrir aðrar staðfestingar

1.200

5.

 

Fyrir útflutningsleyfi

1.200

6.

 

Fyrir aðstoð við útvegun vottorða og yfirlýsinga frá opinberum stjórn-

völdum eða öðrum á Íslandi eða erlendis

3.000

7.

 

Fyrir millifærslu fhjármuna til og frá útlöndum (neyðartilvik)

3.000

8.

 

Fyrir þýðingu, hver síða

3.500

9.

 

Fyrir aðstoð viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins eða aðra aðstoð starfsmanna utanríkisþjónustunnar samkvæmt skriflegum samningi, á klst.

 

4.000

10.

 

Fyrir milligöngu um birtingu stefnu í einkamálum og greiðsluáskorunar fyrir aðila erlendis

5.000

11.

 

Fyrir tilnefningu vegna móttöku stefna, dóma og tilkynninga fyrir hönd innlendra fyrirtækja og stofnana

10.000

12.

 

Fyrir útgáfu diplómatískra vegabráfa og þjónustuvegabréfa

kr.

 

a.

Fyrir 18-66 ára

4.600

 

b.

Fyrir aðra

1.700

 

c.

Fyrir skyndiútgáfu fyrir 18-66 ára

9.200

 

d.

Fyrir skyndiútgáfu fyrir aðra

3.400

 

Gjöld samkvæmt 12. tölul. skulu ekki innheimt vegna útgáfu vegabréfa fyrir starfsmenn utanríkisþjónustunnar, maka þeirra og börn.

Fyrir útgáfu almennra vegabréfa og neyðarvegabréfa fer samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs hverju sinni, nú 14. gr. laga nr. 88/1991:

Fyrir útgáfu vegabréfa fyrir 18-66 ára:

 

kr.

a.

Almennt gjald

4.600

b.

Fyrir skyndiútgáfu

9.200

c.

Fyrir neyðarvegabréf

2.300

 

Fyrir útgáfu vegabréfa fyrir aðra:

 

a.

Almennt gjald

1.700

b.

Fyrir skyndiútgáfu

3.400

c.

Fyrir neyðarvegabréf

850

2. gr.

Auk þeirra gjalda sem tilgreind eru í 1. gr. skal greiða, eftir því sem við á, sendingarkostnað, birtingarkostnað og annan útlagðan kostnað samkvæmt reikningi.

Í sérstökum tilvikum getur utanríkisráðuneytið ákveðið lægri gjaldtöku en samkvæmt 1.-11. tölul. 1. gr.

3. gr.

Gjöld þau sem innheimt eru samkvæmt reglugerð þessari renna í ríkissjóð, nema þau gjöld sem kjörræðismenn innheimta samkvæmt 1.-11. tölul. 1. gr. og fyrir neyðarvegabréf, en þau renna til þeirra sjálfra. Gjöldin ber að greiða í mynt hlutaðeigandi ríkis, nema utanríkisráðuneytið ákveði annað, í samræmi við skráð gengi Seðlabanka Íslands á útgáfudegi reglugerðarinnar. Við útreikninginn er heimilt að námunda upphæðina. Upphæð gjalds skal rituð á viðkomandi skjal ef við á. Gefa skal út kvittun fyrir gjöldunum.

4. gr.

Reglugerð þessi skal vera fáanleg í utanríkisráðuneytinu, íslenskum sendiráðum, fastanefndum og ræðisskrifstofum. Hún skal þýdd á ensku og skal færa gjöldin í Bandaríkjadölum í þýðingunni.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 17. gr. laga nr. 39/1971 um utanríkisþjónustu Íslands, sbr. 1. gr. laga um vegabréf nr. 136/1998, og öðlast hún gildi 1. júní 1999. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 562/1993 um gjöld fyrir embættisverk fulltrúa í utanríkisþjónustunni.

Utanríkisráðuneytinu, 25. maí 1999.

Halldór Ásgrímsson.

Sverrir Haukur Gunnlaugsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica