Samgönguráðuneyti

47/1993

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 641 30.desember 1991 um flutningaflug, með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 641 30. desember 1991 um flutninga-

flug, með áorðnum breytingum.

1. gr.

Grein 4.3.4.4 orðist svo:

Varaflugvellir ákvörðunarstaðar á Íslandi og Grænlandi.

Þegar fljúga á í samræmi við blindflugsreglur innanlands eða til Íslands, skal í leiðarflugáætlun og í flugáætlun fyrir flugumferðarþjónustu (ATS) tilgreina að minnsta kosti einn varaflugvöll í samræmi við grein 4.3.6.2.1 a) þegar um skrúfuflugvélar er að ræða og grein 4.3.6.3.1 a) þegar um þotur er að ræða. Sama gildir um flug til Grænlands.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 188. gr. laga um loftferðir nr. 34 21. maí 1964 og tekur til íslenskra flugvéla, svo og annarra flugvéla, sem íslenskur flugrekandi notar eða ræður yfir, staðfestist hér með og öðlast þegar gildi

.

Samgönguráðuneytið, 19. janúar 1993.

Halldór Blöndal.

Halldór S. Kristjánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica