Fjármálaráðuneyti

346/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 555/2004, um greiðslu barnabóta, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "37.397" í 1. mgr. kemur: 46.747.
  2. Í stað "126.952", "151.114", "211.447", "216.902" í 2. mgr. kemur: 139.647, 166.226, 232.591 og 238.592.

2. gr.

Í stað "1.487.463" og "743.732" í 1. mgr. 4. gr. reglugerðinnar kemur: 1.859.329 og 929.665.

3. gr.

7. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:

Skuldajöfnun barnabóta.

Barnabætur greiðast til framfæranda barns að því marki sem eftirstöðvum nemur þegar frá hafa verið dregnar fyrirfram­greiddar barna­bætur og ofgreiddar barna­bætur, van­greiddir skattar og gjöld til ríkis og sveitar­félaga, of­greiddar greiðslur úr Fæðingar­orlofssjóði, ofgreiddar húsaleigu­bætur og van­greidd meðlög til Innheimtu­stofnunar sveitar­félaga í þessari forgangsröð:

  1. Fyrirframgreiddar barnabætur og ofgreiddar barnabætur.
  2. Tekjuskattur.
  3. Önnur þinggjöld, sbr. þó 5. tölulið.
  4. Útsvar.
  5. Tryggingagjald.
  6. Vangreidd gjöld maka skv. 1.-4. tölul.
  7. Virðisaukaskattur.
  8. Bifreiðagjöld.
  9. Þungaskattur.
  10. Kílómetragjald.
  11. Ofgreiddar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.
  12. Ofgreiddar húsaleigubætur.
  13. Vangreidd meðlög eftir kröfu Innheimtustofnunar sveitarfélaga.
  14. Kröfur vegna ofgreiddra barnabóta erlendis.

Sköttum og gjöldum sem eru til innheimtu hér á landi á grundvelli Norðurlandasamnings um aðstoð í skattamálum, dags. 7. desember 1989, sbr. lög nr. 46/1990 og milliríkjasamnings Evrópuráðsins og OECD um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum, dags. 25. janúar 1988, sbr. lög nr. 74/1996, skal skipað í framangreinda forgangsröð samhliða sambærilegum sköttum og gjöldum.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í B-lið 68. gr. og 121. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum og 15. gr. a. í lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 12. apríl 2006.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Sóley Ragnarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica