Samgönguráðuneyti

20/1985

Reglugerð um flug loftfara í millilandaflugi um íslenska lofthelgi - Brottfallin

 

REGLUGERÐ

um flug loftfara í millilandaflugi um íslenska lofthelgi.

 

I. Orðaskýringar.

 

1. gr.

Chicago- sáttmálinn: Samþykkt um alþjóðaflugmál (Convention on International Civil Aviation), undirrituð í Chicago 7. desember 1944, og gekk í gildi fyrir Ísland 20. apríl 1947, ásamt síðari breytingum og viðbótum frá 14. júní 1954 og 16. október 1971 og þeim breytingum sem síðar kunna að verða.

Einkaflug: Flugstarfsemi, sem stunduð er fyrst og fremst ánægjunnar vegna eða til öflunar frekari réttinda og ekkert endurgjald kemur fyrir. Það telst ekki til endurgjalds þótt þátttakendur í fluginu skipti með sér beinum kostnaði vegna þess. Það telst einkaflug þótt maður fljúgi í tengslum við starf sitt, ef harm hefur ekki hagnað of rekstri loftfarsins né fái harm greitt sérstaklega fyrir að stýra því.

Flugmálahandbók (AIP): Handbók, sem gefin er út af flugmálastjórn og hefur að geyma undirstöðuupplýsingar um flugmál.

Óreglubundið flug: Flug til flutnings á farþegum, pósti eða vörum, gegn gjaldi og ekki er liður í reglubundnu áætlunarflugi. Undir hugtakið falla eftirtaldar tegundir flugs:

1. Leiguflug,  2. Þjónustuflug,  3. Kennsluflug.

Reglubundið áætlunarflug: Röð flugferða, sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum: a) Flugferðirnar eru með loftförum, sem ætluð eru til flutnings á farþegum, pósti eða vörum gegn gjaldi. b) Flugferðunum er ætlað að fullnægja ákveðinni flutningsþörf milli tveggja eða fleiri staða eftir ákveðinni tímatöflu eða með ferðum sem eru svo títt og reglulega, að augljóst er að fylgt er ákveðinni áætlun. c) Sérhver flugferð stendur almenningi til boða gegn greiðslu, meðan rými er fáanlegt.

Það fellur ekki undir skilgreiningu þessa, þegar um er að ræða skipulagða áætlun flugferða sem farnar eru með leiguflugi.

Tilkynningar til flugmanna (NOTAM): Tilkynningar sem skipt er í tvo flokka, A og B flokk. Í A flokki eru upplýsingar um alþjóðaflugvelli og annað sem varðar alþjóðaflug. Í B flokki eru ýmsar upplýsingar sem nauðsynlegar teljast, óæði fyrir sjónflug og blindflug innanlands.

Viðkoma án viðskipta: Viðkoma þegar loftfar hvorki tekur né skilur eftir farþega, póst eða vörur.

Þjónustuflug: Óreglubundið atvinnuflug, sem farið er í öðrum tilgangi en til flutnings á farþegum, pósti eða vörum eða flugkennslu. Flug sem fellur hér undir er m. a.:

a) Tækifærisflug og hringflug. b) Fræsáningarflug, áburðarflug eða annað slíkt flug. c) Flugferðir til landfræðiathugana, könnun á raflínum o. fl. d) Dráttarflug. e) Neyðarflug. f) Ljósmyndaflug. g) Auglýsingaflug.

 

II. Almenn ákvæði

2. gr.

Ferðir um íslenska lofthelgi eru háðar gildandi íslenskum reglum um loftferðir.

Með lofthelgi er í reglugerð þessari átt við loftrými innan lofthjúps jarðar, sem markast of 12 sjómílum frá grunnlínu í samræmi við lög nr. 41/1979.

 

3. gr.

Tilkynna skal flugmálastjórn flugáætlun fyrir hvert flug, skv. nánari reglum, sem birtar eru í flugmálahandbók (AIP) eða tilkynningum til flugmanna (NOTAM).

4. gr.

Loftför sem koma til Íslands frá öðrum löndum skulu nota tollflugvöll til fyrstu lendingar á Íslandi. Á sama hátt skulu loftför á leið frá Íslandi nota tollflugvöll til síðasta flugtaks áður en utan er haldið.

 

5. gr.

Ríkisloftför falla ekki undir reglugerð þessa.

 

6. gr.

Samgönguráðuneytið gefur út leyfi til loftferðastarfsemi í íslenskri lofthelgi, en flugmálastjórn leyfi til lendinga á íslenskum flugvöllum.

Hvers konar umsóknir um lendingarleyfi sem koma frá utanríkisráðuneytum eða sendiráðum erlendra ríkja, skulu sendar utanríkisráðuneytinu, hvort sem ríkin eru aðilar að Chicago-sáttmálanum eða ekki.

Umsóknir sem berast frá flugmálayfirvöldum annarra ríkja eða einstökum aðilum, skulu sendar flugmálastjórn.

Þegar rætt er um umsóknarfresti hér á eftir, eru laugardagar, sunnudagar og aðrir almennir hátíðis- og helgidagar ekki taldir með í þeim fresti.

 

III. Reglubundið áætfunartlug.

7. gr.

Óheimilt er að starfrækja reglubundið áætlunarflug um íslenska lofthelgi nema með leyfi samgönguráðuneytisins.

 

8. gr.

Umsóknir um leyfi til að starfrækja reglubundið áætlunarflug um íslenska lofthelgi, sem berast frá aðilum í ríkjum sem aðild eiga að Chicago-sáttmálanum, skulu sendar flugmála­stjórn.

Umsóknir aðila frá ríkjum sem ekki eiga aðild að Chicago-sáttmálanum, skulu sendar utanríkisráðuneytinu.

 

9. gr.

Erlendur aðili sem hyggst halda uppi reglubundnu áætlunarflugi um íslenska lofthelgi skv. loftferðasamningi milli Íslands og annars ríkis, má hefja þær án sérstaks leyfis, nema slíkt leyfi sé áskilið í samningnum, enda hafi hinn erlendi aðili tilskilda viðurkenningu heimalands síns.

Aðilar þeir, sem um ræðir í 1. mgr., skulu láta flugmálastjórn í té þau gögn, er hún kann að æskja, svo unnt sé að gefa nákvæm fyrirmæli um flugumferð þá sem um er að ræða.

 

IV. Óreglubundið flug.

10. gr.

Loftförum skráðum í ríkjum, sem ekki eru aðilar að Chicago-sáttmálanum, er nauðsynlegt að fá leyfi, áður en þeim er flogið inn í íslenska lofthelgi, enda þótt aðeins sé um yfirflug að ræða eða viðkomu án viðskipta. Leyfisumsókn skal berast utanríkisráðuneytinu a. m. k. 48 klst. áður en áætlað er að loftfarið komi inn í íslenska lofthelgi.

Í umsóknum skulu eftirfarandi atriði greind: a) Fullt nafn og heimilisfang flytjanda.

b) Þjóðerni, skrásetningarmerki og tegund loftfars.

c) Leið sú sem fljúga skal, ákvörðunarstaður og upplýsingar um hvar og hvenær skuli flogið inn í íslenska lofthelgi.

d) Dagsetning og áætlaður komu- og brottfarartími frá íslenskum flugvelli eða flugvöllum. e) Fjarskiptabúnaður og tíðni.

f) Markmið flugsins, fjöldi farþega og eðli og magn farms.

11. gr.

Loftförum skráðum í ríkjum sem eru aðilar að Chicago-sáttmálanum og ekki stunda reglubundið áætlunarflug, er heimilt að fljúga inn í íslenska lofthelgi og um hana stanslaust, eða nema þar staðar án viðskipta, án þess að þeim sé nauðsynlegt að fá til þess sérstakt leyfi. 12. gr.

Erlendir aðilar sem hyggjast standa fyrir óreglubundu flugi til Íslands og hafa þar viðkomu í því skyni að taka eða skilja eftir farþega, farm eða póst, verða að hafa til þess sérstakt leyfi.

Fyrir loftför, skráð í ríkjum, sem eru aðilar að Chicago-sáttmálanum og óska leyfis til loftferða samkvæmt 1. mgr., skal umsókn send flugmálastjórn með þeim upplýsingum og fyrirvörum sem greinir í reglugerð um leiguflug.

Fyrir loftför, sem skráð eru í ríkjum sem ekki eru aðilar að Chicago-sáttmálanum, skal umsókn send utanríkisráðuneytinu og þá með a. m. k. fimm sólarhringa fyrirvara umfram þau tímamörk sem annars gilda.

 

V. Einkaflug.

13. gr.

Leyfi þarf ekki til einkaflugs um íslenska lofthelgi í erlendu loftfari sem skráð er í ríki sem er aðili að Chicago-sáttmálanum.

 

14. gr.

Fyrir loftför, sem skráð eru í ríkjum sem ekki eru aðilar að Chicago-sáttmálanum, þarf sérstakt leyfi til flugs um íslenska lofthelgi og skulu umsóknir um slík leyfi sendar utanríkisráðuneytinu a. m. k. 48.klst. áður en áætlað er að koma inn í íslenska lofthelgi. Í umsóknunum skulu eftirfarandi atriði greind:

a) Þjóðerni, skrásetningarmerki og tegund loftfars. b) Nafn, ríkisfang og heimilisfang eiganda og loftfars.

c) Leið sú sem fljúga skal, ákvörðunarstaður og upplýsingar um hvar skuli flogið inn í lofthelgi Íslands og hvenær.

d) Fjöldi þeirra sem í loftfarinu eru. e) Fjarskiptabúnaður og tíðni.

f) Tilgangur flugsins og eðli og magn farms.

 

VI. Viðurlög, gildistaka o. fl.

15. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum, svo og afturköllun og synjun frekari leyfa fyrir sama aðila.

 

16. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um loftferðir nr. 34 21. maí 1964, öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um komu, brottför og yfirflug erlendra flugfara í millilandaflugi yfir íslenskt yfirráðasvæði nr. 107 4. maí 1972.

 

Samgönguráðuneytið, 7. janúar 1985.

 

Matthías Bjarnason.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica