Samgönguráðuneyti

701/1994

Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Húsavíkurhöfn nr. 307/1986. - Brottfallin

REGLUGERÐ

 

um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Húsavíkurhöfn nr. 307/1986.

 

1. gr.

Við 1. gr. bætist við nýr töluliður sem verður töluliður 1.5., svohljóðandi:

1.5 Til Húsavíkurhafnar telst ennfremur hafnarsvæði hafnarinnar í Flatey á Skjálfanda.

 

2. gr.

Við 2. gr. bætist við nýr töluliður sem verður verður töluliður 2.5, svohljóðandi:

2.5. Hálshreppur er eigandi hafnarinnar í Flatey á Skjálfanda. Hreppsnefnd Hálshrepps og bæjarstjórn Húsavíkur fara sameiginlega með stjórn hafnarmála Flateyjarhafnar undir yfirumsjón samgönguráðuneytis. Hafnarstjórn Húsavíkur fer með framkvæmd hafnarmála í umboði bæjarstórnar Húsavíkur.

 

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt hafnalögum nr. 23 29. mars 1994, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtast til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

 

Samgönguráðuneytið, 29. desember 1994.

 

Halldór Blöndal.

Jón Birgir Jónsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica