Samgönguráðuneyti

387/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skírteini gefin út af Flugmálastjórn nr. 344/1990 með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um skírteini gefin út af

Flugmálastjórn nr. 344/1990 með síðari breytingum.

1. gr.

Grein 2.1.10.1 orðist svo:

Skírteinishafi skal ekki starfa sem flugmaður í loftfari, sem rekið er í atvinnuflutningum, eftir að hann hefur náð 60 ára aldri, nema

1)             í áhöfn séu fleiri en einn flugmaður,

2)             aðrir flugmenn í áhöfninni séu yngri en 60 ára,

3)             um sé að ræða innanlandsflug eða samþykki viðkomandi erlends ríkis komi til,

4)             hlutaðeigandi flugmaður gangist undir skoðun trúnaðarlækna Flugmálastjórnar og uppfylli heilbrigðisskilyrði, sbr. gr. 1.2.4, ekki sjaldnar en á fjögurra mánaða fresti eftir að hann hefur náð 60 ára aldri.

2. gr.

Grein 2.1.10.2 orðist svo:

Heimildar skv. gr. 2.1.10.1 má neyta þar til 65 ára aldri er náð, en eftir það skal skírteinishafi ekki starfa sem flugmaður í loftfari, sem rekið er í atvinnuflutningum.

3. gr.

Grein 2.1.10.3 orðist svo:

Þrátt fyrir ákvæði gr. 2.1.10.2 getur skírteinishafi starfað áfram sem flugmaður eftir að hámarksaldri er náð í m.a. einkaflugi, kennsluflugi og ýmis konar þjónustuflugi, þar sem ekki er um að ræða flutninga á farþegum eða vörum gegn endurgjaldi, svo sem fræsáningar- og áburðarflugi, mælinga- og könnunarflugi, leitar- og björgunarflugi, ljósmyndaflugi, auglýsingaflugi, prófflugi og verkflugi, enda fullnægi hann þeim skilyrðum sem um slík flug gilda.

4. gr.

Reglugerðin er sett samkvæmt 188. gr. laga nr. 34, 21. maí 1964 um loftferðir og staðfestist hér með til að öðlast gildi 15. júlí 1997.

Samgönguráðuneytinu, 23. júní 1997.

Halldór Blöndal.

Halldór S. Kristjánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica