Samgönguráðuneyti

747/1999

Reglugerð um notkun staðla um merkjasendingar fyrir sjónvarp - Brottfallin

REGLUGERÐ

um notkun staðla um merkjasendingar fyrir sjónvarp.

1. gr.

Gildissvið og skilgreiningar.

Reglugerð þessi kveður á um að staðla fyrir breiðskjá- og háskerpusjónvarp og sjónvarpsútsendingar sem eru að öllu leyti stafrænar.

Breiðskjárþjónusta sjónvarps: Þjónusta þar sem dagskrárliðir eru framleiddir og klipptir svo að myndina megi sýna á breiðskjá. Stærðarhlutfallið 16:9 er viðmiðun fyrir breiðskjársjónvarp.

Útsendingarkerfi: Kerfi sem samanstendur af eftirfarandi þáttum: Myndun sjónvarpsmerkja (frumkóðun hljóðmerkja, frumkóðun myndmerkja, fléttun merkja) og aðlögun að sendimiðli (rásakóðun, mótun og ef við á orkutvístrun).

2. gr.

Staðlar fyrir sjónvarpsútsendingar.

Í sjónvarpsþjónustu fyrir almenning hvort sem er um kapalkerfi, gervitungl eða sendistöðvar á jörðu skal:

 a. þegar sendingar eru fyrir breiðskjái og með 625 línum og ekki að fullu stafrænar nota 16:9 D2-MAC útsendingarkerfi eða 16:9 kerfi sem er að öllu leyti samrýmanlegt við PAL eða SECAM staðlana.

 b. ef um háskerpumyndir er að ræða en ekki að fullu stafrænar nota HD-MAC útsendingarkerfið

 c. ef sendingar eru að fullu stafrænar nota útsendingakerfi sem hefur verið staðlað af viðurkenndri evrópskri staðlastofnun.

3. gr.

Sjónvarpsmerki í kapalkerfum.

Sjónvarpsþjónusta fyrir 16:9 breiðskjái sem fellur undir ákvæði 2. gr. sem tekið er á móti og dreift á ný í kapalkerfum skal dreifa sem 16:9 breiðskjármerki hið minnsta.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 25. gr. laga um fjarskipti nr. 143/1996 og með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/47/EB frá 24. október 1995 um notkun staðla um merkjasendingar fyrir sjónvarp, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtast til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytinu, 29. október 1999.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica