Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

340/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð um veitingu lækningaleyfa og sérfræðileyfa nr. 305/1997. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. orðast svo:

Til þess að kandídat í læknisfræði geti fengið lækningaleyfi, skal hann að prófi loknu hafa lokið því viðbótarnámi sem hér greinir: Hann skal hafa unnið aðstoðarlæknisstörf í samtals 12 mánuði á viðurkenndum heilbrigðisstofnunum skv. fskj. 3 með rg. nr. 305/1997 og auglýsingu, þar af skal hann starfa a.m.k. 4 mánuði á lyfjadeild, 2 mánuði á handlækningadeild og 3 mánuði á heilsugæslustöð.

2. gr.

XXIII liður 7. gr. orðast svo:

XXIII. Svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði.

a) 31/2 ár á svæfinga- og gjörgæsludeild.

b) 1/2 ár á lyfjadeild.

c) 1/2 ár á skurðdeild.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. og 5. gr. læknalaga nr. 53/1988, öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Kandidötum sem ljúka læknaprófi á árinu 1999 eða fyrr skal þó heimilt að haga viðbótarnámi til að öðlast almennt lækningaleyfi samkvæmt fyrri reglugerð.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 6. maí 1999.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica