Samgönguráðuneyti

97/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 128/1997 um hafnarríkiseftirlit. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 128/1997 um hafnarríkiseftirlit.

1. gr.

Við VII. viðauka bætist nýr tölul. er verður 5. tölul., svohljóðandi:

5.             Skoðunarmenn sem ekki fullnægja viðmiðununum hér að framan geta einnig öðlast viðurkenningu ef þeir störfuðu við hafnarríkiseftirlit hjá Siglingastofnun Íslands fyrir 30. janúar 1997.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum nr. 35/1993 um eftirlit með skipum ásamt síðari breytingum og með hliðsjón af tilskipun ráðsins nr. 96/40/EB frá 25. júní 1996 um kennivottorð fyrir skoðunarmenn sem annast hafnarríkiseftirlit staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 4. febrúar 1999.

Halldór Blöndal.

________________

Jón Birgir Jónsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica