Menntamálaráðuneyti

333/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 414/2000 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra lokaprófa í 10. bekk í grunnskólum. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Nemendum í 10. bekk grunnskóla skal gefast kostur á að þreyta samræmd próf í allt að sex námsgreinum sem menntamálaráðherra ákveður. Þeir nemendur í 8. og 9. bekk, sem að mati skólastjóra og umsjónarkennara, hafa staðist þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt aðalnámskrá við lok grunnskóla í einstökum námsgreinum, geta, með samþykki forsjáraðila, valið að þreyta samræmd lokapróf í þeim námsgreinum.

Nemanda er heimilt að endurtaka samræmt lokapróf einu sinni. Velji nemandi að endurtaka próf skal síðari einkunnin gilda.

 

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytinu, 11. mars 2005.

 

Þorgerður Katrín Gunnarsóttir.

Guðmundur Árnason.Þetta vefsvæði byggir á Eplica