Utanríkisráðuneyti

330/2014

Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014.

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

1. mgr. 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014, sbr. reglu­gerð nr. 287/2014, hljóði svo:

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr. Gerðirnar, ásamt viðaukum, eru birtar sem fylgiskjöl 1-6 við reglugerð þessa:

 

1)

Ákvörðun ráðsins 2014/119/SSUÖ frá 5. mars 2014 um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum í ljósi ástands­ins í Úkraínu

 

2)

Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 208/2014 frá 5. mars 2014 um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum í ljósi ástands­ins í Úkraínu.

 

3)

Ákvörðun ráðsins 2014/145/SSUÖ frá 17. mars 2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálf­stæði Úkraínu.

 

4)

Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 269/2014 frá 17. mars 2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálf­stæði Úkraínu.

 

5)

Framkvæmdarákvörðun ráðsins 2014/151/SSUÖ frá 21. mars 2014 um fram­kvæmd ákvörðunar 2014/145/SSUÖ um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu.

 

6)

Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 284/2014 frá 21. mars 2014 um fram­kvæmd reglugerðar (ESB) nr. 269/2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu.2. gr.

Fylgiskjöl.

Gerðir sem vísað er til í 1. og 2. tölul. 1. gr. eru birtar sem fylgiskjöl 1 og 2 við reglugerð nr. 281/2014, gerðir skv. 3. og 4. tölul. eru birtar sem fylgiskjöl 1 og 2 við reglugerð nr. 287/2014 og gerðir skv. 5. og 6. tölul. eru birtar sem fylgiskjöl 1 og 2 við reglugerð þessa.

3. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 30. mars 2014.

Gunnar Bragi Sveinsson.

Einar Gunnarsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica