Menntamálaráðuneyti

201/1987

Reglugerð um Blindrabókasafn Íslands - Brottfallin

REGLUGERÐ

um Blindrabókasafn Íslands.

 

1. gr.

Heiti stofnunarinnar er Blindrabókasafn Íslands. Til hennar er stofnað með lögum nr. 35 frá 7. maí 1982. Stofnunin heyrir undir menntamálaráðuneytið.

 

2. gr.

Hlutverk Blindrabókasafns Íslands er að sjá blindum, sjónskertum og öðrum þeim, sem ekki geta fært sér venjulegt, prentað letur í nyt, fyrir alhliða bókasafnsþjónustu.

Safnið annast framleiðslu, útgáfu og dreifingu hljóðbóka og blindraletursbóka með efni skáldverka og fræðirita. Safnið skal leitast við að koma sér upp sem fjölbreyttustum bókakosti til útlána sbr. 1. gr.

 

3. gr.

Safninu er jafnframt ætlað að framleiða og dreifa námsgögnum fyrir þá er falla undir ákvæði fyrstu greinar og stunda nám utan grunnskólastigs. Þetta á við um nemendur á framhaldsskóla- og háskólastigi og auk þess þá sem afla sér menntunar - e.t.v. framhalds­eða endurmenntunar - utan hins almenna skólakerfis. Auk þess er safninu ætlað að liðsinna blindum og sjónskertum við símenntun í starfi sínu með innlestri á tímaritsgreinum og þess háttar. Safnið skal hafa samstarf við aðila, sem vinna að framleiðslu og dreifingu námsefnis.

 

4. gr.

Blindrabókasafn fylgist með nýjungum á sínu sviði og leitast meðal annars við að notfæra sér tækninýjungar t.d. að beita tölvutækni við framleiðslu blindraletursbóka.

 

5. gr.

Safnið vinnur í nánum tengslum við samtök blindra og sjónskertra meðal annars með því að kynna starfsemi sína þessum samtökum svo og öðrum samtökum fatlaðra eftir því sem við á.

 

6. gr.

Menntamálaráðuneytið skipar til fjögurra ára í senn fimm manna stjórn Blindrabókasafns og jafnmarga til vara:

a)      tvo fulltrúa tilnefnda of Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra á Íslandi.

b)      einn fulltrúa tilnefndan of Félagi íslenskra sérkennara.

c)      einn fulltrúa tilnefndan of Bókavarðafélagi Íslands.

d)      einn fulltrúa menntamálaráðuneytisins.

       Stjórnin velur úr sínum hópi formann og varaformann. Ráðherra ákveður laun stjórnarinnar.

            Stjórnin heldur fundi að jafnaði mánaðarlega og oftar ef formaður, forstöðumaður eða meiri hluti stjórnar óskar þess.

 

7. gr.

Stjórn Blindrabókasafns gerir framkvæmdaáætlanir og endurskoðar þær reglulega. Hún staðfestir fjárhagsáætlun og ber ábyrgð á heildarstarfsemi og fjárreiðum safnsins. Hún ræður starfslið safnsins að fengnum tillögum forstöðumanns Blindrabókasafns og með samþykki menntamálaráðuneytisins.

Að öðru leyti er stjórnin forstöðumanni til ráðuneytis og tekur með honum ákvörðun í vandasömum málum.

 

8. gr.

Blindrabókasafn skiptist í þrjár deildir, útláns- og upplýsingadeild og tæknideild.

Verkefni deilda eru í megindráttum eftirfarandi:

 

       1. Útláns- og upplýsingadeild.

       a)  Í deildinni fer fram undirbúningur að framleiðslu bóka til almennra útlána (hljóðbóka og blindraletursbóka) m.a. með tilliti til hugsanlegs myndefnis eða annars efnis sem ekki verður komið beint til skila með innlestri eða prentun.

       b)  Deildin stendur fyrir lesaranámskeiðum og er til ráðuneytis um val lesara.

       c)  Deildin sér um flokkun og skráningu safnkosts þar á meðal útgáfu safnskráa, gefur út skrár með efnislýsingu bóka svo sem kostur er.

       d)  Deildin annast almenn útlán safnkosts og er lánþegum til ráðuneytis um val bóka.

       e)  Deildin annast kynningu á Blindrabókasafni Íslands í heild m.a. með útgáfu bæklinga og móttöku hópa og einstaklinga sem vilja kynna sér safnið.

 

       2. Námsbókadeild.

       a)  Deildin aflar og gefur út námsefni við hæfi blindra og sjónskertra, einkum fyrir nemendur utan grunnskólastigs.

       b)  Deildin kynnir starfsemi sína í skólum og hjá samtökum fatlaðra.

       c)  Deildin aflar sér upplýsinga um kennsluefni hjá kennurum og nemendum og hefur samráð við þá um hvaða form kennsluefnis henti best.

       d)  Deildin leitar eftir þörfum ráðlegginga og aðstoðar við framleiðslu námsefnis.

       e)  Deildin ræður lesara þegar um hljóðbókagerð er að ræða og leitar aðstoðar eftir þörfum við gerð upphleyptra korta, línurita og þ.u.l.

       f)  Efni framleitt í námsbókadeild skal skráð með öðrum bókakosti safnsins og vera til almennra útlána að því marki sem nemendur þurfa ekki á því að halda hverju sinni.

       3. Tæknideild.

       a)  Deildin skipuleggur innlestur bóka.

       b)  Deildin annast hljóðritun og fjölföldun hljóðbóka.

       c)  Deildin annast varðveislu frumgagna og viðhald þeirra sem og allra hljóðbóka safnsins.

       d)  Deildin getur tekið að sér hljóðritunarvinnu fyrir aðra aðila í samráði við forstöðumann og með samþykki stjórnarinnar.

       e)  Deildin annast gerð blindraletursbóka að svo miklu leyti sem gerð þeirra fer ekki fram á vegum námsbókadeildar.

 

9. gr.

       Forstöðumaður Blindrabókasafns Íslands skal skipaður of menntamálaráðherra úr hópi deildarstjóra eftir tillögu stjórnar til þriggja ára í senn. Hann skal hafa háskólapróf og þekkingu á sviði bókasafnsmála, fræðslumála og á málefnum fatlaðra. Starfsreynsla á sviði bókasafnsþjónustu við fatlaða æskileg.

       Deildarstjóri útláns- og upplýsingadeildar: Hann skal vera bókasafnsfræðingur og sérþekking eða starfsreynsla á sviði bókasafnsþjónustu við fatlaða æskileg. Hann vinnur ásamt forstöðumanni að skipulagningu deildarinnar og gerir tillögur um ný verkefni.

       Deildarstjóri námsbókadeildar: Hann skal hafa háskólapróf og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Hann vinnur ásamt forstöðumanni að skipulagningu deildarinnar og gerir tillögur um ný verkefni.

       Deildarstjóri tæknideildar: Hann skal hafa próf í rafeindavirkjun og /eða minnst fimm ára reynslu eða aðra starfsreynslu á skyldu sviði.

       Fjöldi annarra starfsmanna fer eftir því sem fé er vent til á fjárlögum, en þeir eru eftirtaldir:

       1. Útláns- og upplýsingadeild.

       Bókavörður I: Hann skal hafa fullgilt próf í bókasafnsfræði. Hann er staðgengill deildarstjóra í fjarveru hans og verður því að kunna skil á öllum þáttum í rekstri deildarinnar.

       Útlánsstjóri: Hann skal hafa staðgóða þekkingu á sviði bókfræði og a.m.k. eins árs starfsreynslu í útlánsdeild bókasafna.

       Bókaverðir 2: Þeir skulu hafa fullgilt próf í bókasafnsfræði og starfsreynsla í útlánsdeild bókasafna æskileg.

       2. Námsbókadeild.

       Aðstoðarmaður: Hann skal hafa stúdentspróf og kennaramenntun eða menntun í bókasafnsfræði er æskileg.

 

       3. Tæknideild.

       Tæknimenn: Þeir skulu hafa próf í rafeindavirkjun. Reynsla við framleiðslu hljóðbóka og blindraletursbóka eða önnur starfsreynsla á skyldu sviði.

 

       4. Allar deildir.

       Aðstoðarmenn: Til þeirra eru ekki gerðar sérstakar kröfur varðandi menntun eða reynslu. Þeir þjóna einni deild eða fleirum.

 

10. gr.

       Starfsmannafundir, sem haldnir eru mánaðarlega að jafnaði, gera starfsáætlanir og samræma störf deilda. Á þeim eiga sæti allir starfsmenn safnsins, en einungis fastráðnir starfsmenn eiga atkvæðisrétt. Forstöðumaður er tengiliður milli stjórnar og starfsmannafundar.

 

11. gr.

       Hlutverk bókvalsdeildar er að móta stefnu í bókavali og gæta jafnvægis milli fræðslu- og skemmtiefnis. Forstöðumaður boðar bókvalsnefndarfundi.

       Varðandi fræðsluefni þarf nefndin að gæta þess, að sem flestum efnisflokkum séu gerð skil. Við val bóka þarf jafnframt að hafa í huga hve vel verkið er fallið til endurútgáfu í hljóðbók eða blindraletursbók með tilliti til myndefnis, lengdar o.fl.

       Við val á skemmtiefni þarf að gæta jafnvægis milli tegunda, svo sem spennubóka, ástarsagna, eldri og nýrri skáldverka. Ásamt því að leitast við að gefa út það sem hæst ber í bókaútgáfu hvers árs ber nefndinni að sjá svo um að öll helstu og að mati nefndarinnar bestu ritverk, sem þýdd hafa verið á íslensku, verði tekin til útgáfu í safninu.

       Nefndin vinnur í nánum tengslum við bókaverði í útláns- og upplýsingadeild og sitja þeir fundi nefndarinnar

 

12. gr.

       Rekstur safnsins er greiddur of ríkisfé samkvæmt því sem veitt er á fjárlögum. Aðrar tekjur eru:

a)     Greiðslur fyrir umbeðin verkefni.

b)     Gjafir.

 

13. gr.

       Menntamálaráðuneytið gerir samning við Rithöfundasamband Íslands um rétt til að framleiða og dreifa ritverkum hljóðrituðum og á blindraletri. Meðan slíkur samningur hefur ekki verið gerður skal farið eftir þeim samningum, sem safnið gerir við Rithöfundasambandið fyrir hönd rithöfunda.

 

Menntamálaráðuneytið, 24. apríl 1987.

 

Sverrir Hermannsson.

Knútur Hallsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica