Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Stofnreglugerð

323/1973

Reglugerð um hitaveitu og hitalagnir í Hríseyjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu

I. KAFLI GILDISSVIÐ

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um hitalagnir og hitaveitu í Hríseyjarhreppi.

II. KAFLI HITAVEITA

2. gr.

Hitaveita Hríseyjarhrepps, hér eftir nefnd Hitaveitan, er eign Hríseyjarhrepps og fer hreppsnefnd með stjórn Hitaveitunnar. Einnig getur hreppsnefnd skipað sérstaka stjórn yfir Hitaveituna.

Einkaleyfi Hitaveitu.

3. gr.

Hitaveitan hefur einkaleyfi á dreifingu og sölu á heitu vatni innan lögsagnarumdæmis Hríseyjarhrepps.

Lagnir Hitaveitunnar.

4. gr.

Hitaveitan lætur leggja allar utanhússlagnir: Aðalæðar, dreifiæðar og heimæðar inn í hús.

5. gr.

Hitaveitan hefur eignarrétt og viðhaldsskyldu ;í dreifiæðum sínum, svo og heimæðum og lögnum innanhúss, að miðstöðvarkerfi húss. hetta á þó ekki við um lagnir ofan kjallara eða ofan 1. hæðar, ef hús er kjallaralaust. Innanhúss leggur Hitaveitan til stofnloka, síur og stýrihemla.

Afnot varma.

6. gr.

Sá varmi, sem Hitaveitan lætur í té, er ætlaður til upphitunar húsa og almennra heimilisnota.

Nú kemur fram ósk um að nota varma til annarra þarfa en greinir í 1. málsgrein og þarf þá til þess heimild Hitaveitunnar.

7. gr.

Þeim, sem húseign á við götu eða veg, þar sem dreifiæð hitaveitu liggur, er skylt að láta tengja hitunarkerfi hússins við hitaveituæðina. Nú eru sérstakir erfiðleikar á tengingu húss eða tenging þykir af einhverjum ástæðum ekki ráðleg, getur Hitaveitan ákveðið, að húsið skuli ekki tengt við hitaveitukerfið.

Ábyrgð Hitaveitu.

8. gr.

Réttur húseiganda til afnota af hitaveituvatni skuldbindur ekki Hitaveituna til þess að tryggja, að þrýstingur á dreifiæðum hennar sé ávallt nægilegur.

9. gr.

Hitaveitan ber ekki fjárhagslega ábyrgð á tjóni, er leiða kann af rekstrartruflunum, sem verða ;i henni vegna frosta, rafmagnsbilunar eða annarra óviðráðanlegra atvika. Sama gildir, ef rennsli í æð er stöðvað um stundarsakir vegna viðgerðar og annars slíks.

Tenging við Hitaveitu.

10. gr.

Áður en tengt er við hitaveitu skal liggja fyrir uppdráttur samþykktur af byggingarnefnd (sbr. IV. kafla). Hitaveitan skal vera til aðstoðar byggingarnefnd í málum, sem snerta hitalagnir.

Eftirlit.

11. gr.

Starfsmenn Hitaveitunnar skulu jafnan hafa frjálsan aðgang að pípulögnum, bæði innan húss og utan. Húseiganda er skylt að láta þeim í té þær upplýsingar, er máli geta skipt um hitun hússins.

Dælur á heimæðum.

12. gr.

Óheimilt er að lengja vatnsdælur við heimæðar, nema leyfi Hitaveitunnar sé fyrir hendi.

Hemlar.

13. gr.

Á inntakspípur húsa, sem tengd eru kerfi Hitaveitunnar, setur hún upp hemla. Hemlar þessir eru í eigu og umsjá hennar og er skylt að tilkynna tafarlaust, ef vart verður við bilun :í þeim. Hemill er innsiglaður.

Gjaldskrá.

14. gr.

Hreppsnefnd setur Hitaveitunni gjaldskrá og skal hún endurskoðast á minnst tveggja ára fresti.

III. KAFLI HITALAGNIR

Efni og frágangur.

15. gr.

Öll vinna að hitalögnum skal vera vel af hendi leyst og allt efni óaðfinnanlegt. Nú telur Hitaveitan, að vinna eða efni sé gallað, og er þá skylt að bæta úr því.

Katlar og brennarar.

16. gr.

Stærð katla skal tilgreind í Mcal/h (1 Mcal = 103 kcal) og fermetrum hitaflatar, og skulu þær stærðir letraðar framan á ketil. Þar skal og letra á hámarks notkunarþrýsting ketils, tilgreina framleiðanda og smíðaár. Tilgreind afköst skv. 1. mgr. skulu miðuð við eftirfarandi : Ketill skal vera ný hreinsaður, kyntur a, m. k. 4 stundir fyrir prófun með viðeigandi eldsneyti og reykhiti eigi hærri en 200°C 1 reykpípu við ketil. Mælingar skulu miðaðar við 20° innihita í ketilhúsi. Jafnan skal miðað við sótlausan bruna eldsneytis.

17. gr.

Katlar fyrir vatnshitun skulu þrýstiprófaðir með 6 kg/cm2, nema annars hærra þrýstimarks sé óskað af þeim, sem uppdrátt gerir.

18. gr.

Katla skal setja þannig upp, að auðvelt sé að komast að þeim til sóthreinsunar, viðhalds og annars eftirlits. Vatnskatla skal einangra frá gólfi með 10 cm þykkum vikurplötum eða annarri jafngóðri einangrun.

19. gr.

Öll ketillok skulu vera loftþétt. Á reykpípu eða reykháf skal setja súgspjald, er haldi jöfnum og réttum súgi í katlinum. Neðst á hverjum vatnskatli skal vera tæmingarstútur, og skal hann að jafnaði settur á framhlið hans.

20. gr.

Á öllum vatnskötlum í skal koma fyrir vatnshitamæli, þrýstimæli og öryggisloka. Framan á hverjum katli skal komið fyrir reykhitamæli með vísi. Á loftkatli skal vera hitamælir, er mæli hita frá katlinum.

21. gr.

Olíubrennara skal þannig komið fyrir við ketil, að tryggt sé, að samskeyti við stút hans séu loftþétt. Í hverjum olíukyntum katli skal komið fyrir eldholi úr eldföstum steini. Stærð þess en gerð skal fara eftir fyrirsögn framleiðanda brennarans. Við frágang olíubrennara skal þess gætt, að sem minnstur hávaði stafi frá tækinu, enda fari hann ekki yfir 75 decibel mælt i 1 m fjarlæð frá miðju tækis.

Baðvatnsgeymar.

22. gr.

Ytra byrði baðvatnsgeyma skal þrýstiprófa með 6 kg/cm2 þrýstingi, en innra byrði og gormpípur með 9 kg/cm2.

Baðvatnsgeymar skulu staðsettir í minnst 5 cm fjarlægð frá vegg eða lofti og tryggingilega festir. Stútar í baðvatnsgeymum skulu vera sem hér segir:

Fyrir hringrásarvatn 2 stútar
Fyrir baðvatn 2 -
Fyrir hitamæli 1 -
Fyrir hitastilli 1 -

Botnar baðvatnsgeyma skulu vera úthverfi, og skulu suðusamskeyti vera fyrir utan kápuna.

Um kápugeyma gilda eftirfarandi sérákvæði: Séu geymar undir 700 mm þvermáli, skal þykkt kápu vera minnst 4 mm, innra byrðis 5 mm og botna 6 mm. Sé þvermál geyma meira, ber að leggja fram sérstakan útreikning á styrkleika.

Innan við kaldavatnsstútinn skal komið fyrir kringlóttri dreifiplötu, sem sé minnst 20 cm í þvermál og 3 mm á þykkt.

Pípur.

23. gr.

Pípur, sem notaðar eru til hitalagna, skulu fullnægja lágmarksákvæðum þeim, sem eru gildandi í þýskum stöðlum (DIN-Normen- 2440 eða 2448). Allar pípur skulu vera hreinar.Í þeim mega ekki vera ryðskánir.

Um samsetningu pípna.

24. gr.

Pípur 40 mm og víðari skal að jafnaði sjóða saman. Grennri pípur skal annað hvort sjóða saman eða tengja með skrúfuðum tengistykkjum.

Þar, sem pípur eru huldar, getur Hitaveitan krafist þess, að samskeyti séu soðin.

Um suðuvinnu á pípum.

25. gr.

Nú eru pípur soðnar saman, og skal þá tryggt, að frá öllum samskeytum sé þannig gengið, að soðið sé í gegnum pípuveggina og ekki sé gjall, loftbólur eða aðrir gallar á suðu.

Um pípulögnina.

26. gr.

Pípur skal leggja með tilliti til lofttæmingar hitunarkerfisins.

Þegar breyta þarf stefnu lagnar, skal að jafnaði beygja pípu eftir því, sem aðstæður leyfa. Séu fellingarbeygjur notaðar, skal eigi beygja meira en svo, að ein felling komi á hverja 10° beygju. Skámiðju-tengistykki skal nota eftir því, sem unnt er. Við skurð á pípum skal snarað úr endum þeirra. Pípur, sem lagðar eru með veggjum og undir loftum, skal festa með burðarjárnum, og ber að ganga svo frá járnunum, að þau hindri ekki hitaþenslu pípnanna.

Miðstöðvarofnar.

27. gr.

Alla miðstöðvarofna skal skola og þrýstiprófa með 6 kg/cm2 þrýstingi, áður en þeir eru settir upp. Ofnar skulu að jafnaði festir á vegg. Fjarlægð milli burðarjárna skal vera mest 80 cm og fjarlægð frá burðarjárni að enda ofns skal ekki vera meiri en 20 cm.

Burðarjárn ofna skal staðsetja þannig, að fjarlægð ofns verði að minnsta kosti 3 cm frá fullgerðum vegg, en fjarlægð frá fullgerðu gólfi upp að ofni skal vera 10-17 cm.

Tengipípur ofna skulu vera svo langar, að þær þoli þensluhreyfingu aðliggjandi stofna,

Geislahitunarlögn.

28. gr.

Í geislahitunarlögn má eingöngu nota pípur, sem þola a. m, k. 40 kg/cm2 þrýsting. Pípurnar skal beygja kaldar, þannig að bil milli pípnanna verði rétt samkv. uppdrætti. Hitamottur skal leggja á a.m.k. 5-6 mm steypustyrktarjárn eða steinflögur, þannig að tryggt sé, að steypa geti runnið undir þær alls staðar. Áður en hitamottur eru lagðar niður, skal kúla send eftir pípum í hverri þeirra, og skal hún vera a. m. k. 3/4 af innanmáli þeirra pípna, sem hún á að fara í gegnum.

Að lokinni niðursetningu hitamotta og tengingu þeirra skal þrýstiprófa geislahitunarkerfið með köldu vatni með 30 kg/cm2 þrýstingi, er haldið sé óbreyttum í 2 klst. Geislahitunarkerfi telst þétt, ef ekki sést rakavottur utan á neinni pípu eftir slíka prófun.

Eftirlitsmaður Hitaveitu skal vera viðstaddur, þegar prófanir samkv. þessari grein fara fram.

Á öllum geislahitunarkerfum skulu vera sjálfvirk stjórntæki, sem fyrirbyggi, að of heitt vatn geti farið inn á þau.

Lokar.

29. gr.

Lokar skulu að jafnaði vera rennilokar með krögum eða suðuendum. Í lokum, sem eru 80 mm eða minni, mega endar vera skrúfuskornir. Stillilokar skulu að jafnaði vera keilu- eða sætislokar. Við alla miðstöðvarofna skal vera tvístilliloki með kvarða, er sýni, á hvað viðkomandi loki er stilltur, eða sjálfvirkur loki.

Þensluker.

30. gr.

Á vatnshitakerfum skulu vera þensluker. Á miðstöðvarkerfum, sem hituð eru frá hitaveitukerfi, þarf þó ekki þensluker, nema notaður sé varmaskiptir (forhitari). Sé frosthætta, þar sem þensluker er staðsett, skal það eingangrað. Yfirfall skal vera frá öllum opnum þenslukerum til frárennsliskerfis.

Yfirfallspípu úr sinkhúðuðu efni eða öðru Jafngóðu Skal tengja við frárennsliskerfi með vatnslás. Heimilt er að nota þrýstiþensluker (lokað þensluker).

Dælur.

31. gr.

Dæluhús og dæluhjól skulu gerð úr steypujárni eða öðru jafn hentugu efni, en dæluöxlar skulu vera úr ryðfríu stáli.

Skylt er að ganga þannig frá dælu, að ekki valdi óþægindum vegna hávaða.

Á dælu skal vera merkiplata með áletruðum upplýsingum um samsvarandi þrýstihæð í metrum og vatnsmagn i lítrum á mínútu (eða m3/h). snúningshraða og verksmiðjunúmer. Dælu skal fylgja línurit, er sýnir þrýstihæð og vatnsmagn.

Málun.

32. gr.

Allar huldar pípur miðstöðvarkerfa svo og burðarjárn, sem hulin verða, skal mála vandlega með asfaltmálningu, er þolir þann hita, sem kerfið er gert fyrir.

Pípur í geislahitunarflötum má þó ekki mála. Pípur skulu vera þurrar og hreinar, áður en þær eru málaðar.

Hitatæki í ketilhúsum skal bronsa eða mála með ryðvarnarmálningu.

Miðstöðvarofna skal mála með vatns- og olíumálningu, en ekki bronsa.

Einangrun.

33. gr.

Allar pípur í veggjum og gólfum skal einangra með ólífrænu einangrunarefni, sem sé að minnsta kosti 20 mm þykkt. Pípur í kjallaragólfi skal þó einangra þannig, að raufir þær, sem pípur liggja í, séu fylltar með mjúku asfaltefni, sem blanda má þurrum sandi í hlutföllum 1 hl. asfalt : 2 hl. sandur.

Sýnilegar pípur í ketilhúsum skal einangra vandlega með ólífrænni einangrun. Bil milli pípna sé hvergi minna en 20 mm.

Rafmagnshitun.

34. gr.

Séu hús hituð frá rafmagnshituðum geymum, fer um uppsetningu þeirra og frágang svo sem ákveðið er í gildandi reglugerð um raforkuvirki.

Sjálfvirk stjórntæki fyrir fjarhitun.

35. gr.

Þar, sem hús eru hituð með hitaveituvatni, her húseiganda að selja á inntakspípu sjálfvirkan loka. Lokanum skal stjórnað af hitastilli í útrennslispípu, herbergishitastilli eða veðurskynjara (úti-thermostat) eftir því, sent við á í hverju tilfelli. Slíkir lokar skulu gerðir fyrir minnst 6 kg/cm2 þrýstingsmun.

Um þrýstiprófun hitakerfa.

36. gr.

Þegar lokið er lögn miðstöðvarkerfis og áður en pípur eru huldar, skal það þrýstiprófað af pípulagningamanni að viðstöddum eftirlitsmanni Hitaveitu.

Prófa skal með köldu vatni og 6 kg/cm2 þrýstingi.

IV. KAFLI EFTIRLIT O. FL.

Umsóknir.

37. gr.

Áður en hafist er handa um lagningu nýrra kerfa, breytingu á eldri kerfum, eða tengingu við hitaveitu, skal húseigandi með minnst 7 daga fyrirvara senda umsókn um það til Hitaveitunnar.

Umsókn skal rituð á eyðublað, sem skrifstofa Hitaveitunnar lætur í té, og skal hún undirrituð af eiganda hússins eða fullgildum umboðsmanni hans ásamt pípulagningamanni þeim, sem verkið á að annast.

Umsókn á að fylgja uppdráttur af lögninni í tvíriti.

Uppdrættir.

38. gr.

Uppdráttur skal gerður af manni, sem hlotið hefur sérstakt samþykki Hitaveitu, og ber hann ábyrgð á því, að uppdráttur sé réttur og í samræmi við reglur þessar svo og aðrar reglur og lög, er gilda um byggingarmál. Samþykktur uppdráttur skal ávallt liggja fyrir, áður en bygging húss er hafin.

39. gr.

Uppdrættir skulu vera skýrir og greinilegir og gerðir á haldgóðan pappír, og þannig frá gengið; að ekki máist drættir .eða letur við geymslu. Stærð þeirra skal vera DIN A2 (42.0 X 59.4 cm) eða stærri samkv. þeim stöðlum.

Lagnir skulu sýndar með rúmteikningu með jöfnum einingum á ásum í mælikvarða 1 : 50 eða 1 : 100, en - grunnmyndir í mælikvarða 1 : 100 eða 1 : 50. Sérteikningar skulu gerðar í mælikvarða 1 : 20, 1 : 10, 1 : 5 eða stærri. Uppdrættir eiga að sýna allar lagnir, raufar og göt í steypu fyrir slíkar lagnir og allt fyrirkomulag í hitunarherbergi. Nota skal tákn þau, sem sýnd eru í 41. grein. Tilgreina skal í metrakerfi stærðir á hitunartækjum, pípum, ofnum, loftristum og tengingu þeirra við lofthitunarkerfi, svo og önnur mál, sem nauðsynleg eru. Ef Hitaveitan telur ástæðu til, getur hún krafist þess, að útreikningar verði lagðir fram.

40. gr.

Ef uppdrættir eru ekki til af gömlum hitalögnum, sem breyta á, getur Hitaveitan krafist þess, að þeir séu gerðir, eftir því sem nauðsynlegt er, og ber húseigandi allan kostnað af því.

Tákn.

41. gr. (Sjá tákn í Stjórnartíðindum)

Samþykkt uppdrátta.

42. gr.

Þegar Hitaveitan hefur samþykkt uppdrátt, skal hún árita tvö eintök hans. Eitt einfalt skal varðveitt Í skjalasafni bæjarins, en annað skal afhent umsækjanda. Pípulagningamaður sá, er verkið á að vinna, skal, áður en það hefst, rita nafn sitt á eintak það, er varðveitt verður i skjalasafninu. Blikksmiðir skulu þó árita uppdrætti að lögnum í lofthitunar- eða loftræstingarkerfum.

Áritaður uppdráttur skal jafnan vera á vinnustað.

Með áritun tekur Hitaveitan enga ábyrgð á því, að unnt sé að framkvæma viðkomandi verk, eða kerfi sé rétt út reiknað.

Eftirlit.

43. gr.

Hitaveitan skal hafa eftirlit með því, að nýlagnir séu í samræmi við samþykktan uppdrátt og reglugerð þessa.

Áður en einstakir hlutar miðstöðvarkerfis eru huldir, skal Hitaveitunni gert aðvart með hæfilegum fyrirvara, og skal hún þá gefa út vottorð um ástand (úttekt) lagnarinnar.

Pípulagningamaður skal þrýstiprófa hitalagnir. Álíti Hitaveitan að verk sé eigi framkvæmt samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar eða öðrum reglum, er gilda eða settar kunna að verða, getur hún stöðvað verkið, þar til bætt hefur verið úr því, sem áfátt er.

Nú vanrækir maður að vinna verk, sem Hitaveitan hefur fyrirskipað samkvæmt reglugerð þessari eða verk er ekki unnið á viðeigandi hátt, og er þá Hitaveitunni heimilt að láta vinna það, sem þörf krefur, á kostnað hlutaðeigandi aðila.

Skal þá greiða kostnaðinn til bráðabirgða úr sveitarsjóði, en innheimta síðan hjá hlutaðeigandi aðila, með lögtaki, ef þörf krefur.

Prófun á suðu.

44. gr.

Hitaveitan hefur rétt til að krefjast þess, að teknir verði bútar úr hitakerfinu til prófunar, svo margir, sem henni þykir við þurfa. Pípulagningamaður sá, sem ábyrgð ber á verkinu, skal taka slík sýnishorn og tæra lögnina í samt lag aftur.

Komi í ljós, að sýnishorn fullnægi ekki þeim kröfum, sem gert verður til þeirra, ákveður Hitaveitan, hvað gert skuli til lagfæringar eða hve mikinn hluta kerfis skuli endurleggja.

Meistarar.

45. gr.

Pípulagningamenn, samþykktir af Hitaveitu, hafa einir rétt til þess að annast hitalagnir, og gildir það um nýlagnir jafnt sem viðbætur við eða breytingar á eldri lögnum. Þeir bera og ábyrgð á, að allar lagnir séu í samræmi við reglugerð þessa, nánari fyrirmæli, er kunna að verða sett, og samþykkta uppdrætti.

Ef skipt er um pípulagningamann, meðan á verki stendur, skal það tilkynnt Hitaveitunni skriflega, og lætur hún þá fram fara úttekt á þeim hluta verks, sem lokið er. Óheimilt er að halda áfram framkvæmdum, fyrr en annar hefur tekið við verkinu.

Hitaveitan getur áskilið, að þeir einir megi annast suðuvinnu á pípum samkv. reglugerð þessari, er staðist hafa sérstakt hæfnispróf í logsuðu. Slíkt hæfnispróf skal farm fari í samráði við Rannsóknarstofnun iðnaðarins.

Viðurlög við brotum.

46. gr.

Brot á reglugerð þessari varða sektum, allt að kr. 100 000.00 nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum. Með mál út af slíkum t brotum skal farið að hætti opinberra mála.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt var af hreppsnefnd Hríseyjar hinn 20. september 1973, staðfestist hér með samkvæmt Orkulögum nr. 58 29. apríl 1967, til að taka þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum, sem hlut eiga að máli.

Iðnaðarráðuneytið, 8. nóvember 1973.

Magnús Kjartansson.

Jóhannes Guðfinnsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.