Leita
Hreinsa Um leit

Iðnaðarráðuneyti

322/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr.:

a. Orðið "dreifiveitur" í 1. málsl. 14. mgr. fellur brott.

b. Við bætist ný málsgrein, er verður 15. mgr., svohljóðandi:

Landsnet skal senda nýja gjaldskrá til dreifiveitna a.m.k. 2 vikum áður en hún öðlast gildi.

2. gr.

Töluliður 1.1. í 23. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Neysluveitur skulu uppfylla skilyrði tæknilegra tengiskilmála, sem samþykktir hafa verið af öllum dreifiveitum, staðfestir af ráðherra og birtir með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt 10. mgr. 12. gr. og 6. mgr. 16. gr. raforkulaga, tekur þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 5. apríl 2006.

Valgerður Sverrisdóttir.

Kristján Skarphéðinsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica