Menntamálaráðuneyti

552/1997

Reglugerð um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga. - Brottfallin

 

 

Reglugerð

um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga.

 

1. gr.

Árlegur starfstími nemenda í framhaldsskólum skal eigi vera skemmri en níu mánuðir. Þar af skulu kennsludagar eigi vera færri en 145.

 

2. gr.

Árlegur starfstími nemenda skiptist í tvær annir og skulu þær vera því sem næst jafnlangar.

 

3. gr.

Skólameistari ákveður, að höfðu samráði við skólaráð og almennan kennarafund, upphaf og lok skólastarfs ár hvert innan þeirra marka sem kjarasamningar kveða á um. Hann skal tilkynna kennurum og nemendum þá ákvörðun fyrir lok næsta skólaárs á undan.

 

4. gr.

Leyfisdagar skulu vera sem hér greinir: Jólaleyfi frá og með 21. desember til og með 3. janúar, páskaleyfi frá pálmasunnudegi til og með þriðjudegi eftir páska. Aðrir leyfisdagar eru eingöngu þeir sem lögboðnir eru.

 

5. gr.

Vilji skóli starfrækja sumarönn skal hann leita heimildar menntamálaráðherra. Um starfsemi framhaldsskóla á sumarönn fer samkvæmt námskrá handa framhaldsskólum og gildandi lögum og reglugerðum um starfsemi þeirra.

 

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. gr. laga nr. 80/1996, sem og með vísan til 2. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr. sömu laga, og öðlast þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytinu, 3. september 1997.

 

Björn Bjarnason.

Stefán Baldursson.

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica