Landbúnaðarráðuneyti

311/1992

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 188/1988 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða, sbr. breytingar með reglugerð nr. 434/1988 og 364/1990. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 188/1988 um slátrun, mat og meðferð

sláturafurða, sbr. breytingar með rg. nr. 434/1988 og 364/1990.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Ef selja á afurðir skal slátrun búfjár (nautgripa, hrossa, svína, sauðfjár, geita og alifugla) fara fram í sláturhúsi, sem hlotið hefur löggildingu landbúnaðarráðuneytisins. Einungis ábúendum á lögbýlum utan kaupstaða og kauptúna er heimilt að slátra hæfilegum fjölda af eigin búfé heima á lögbýlinu, enda séu afurðirnar eingöngu ætlaðar til eigin neyslu. Óheimilt er að selja sláturafurðirnar eða dreifa þeim á annan hátt frá lögbýlinu, s.s. til gjafa, vinnslu söltunar eða frystingar.

2. gr.

Við b-lið 1. mgr. 17. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi:

Leyfilegt frávik á ofangreindum fitumörkum er ± 1 mm eftir vöðvabyggingu og fitudreifingu skrokksins, samkvæmt nánari fyrirmælum kjötmatsformanns.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 30 28. apríl 1966 um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytið, 18. ágúst 1992.

Halldór Blöndal.

Jón Höskuldsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica