Félagsmálaráðuneyti

308/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð, nr. 155/1995, um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur fatlaðra. - Brottfallin

1. gr.

11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru stigskiptar eftir fötlun og umönnunarþörf.

1. fl. Börn algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.

2. fl. Börn sem þurfa verulega aðstoð með athafnir daglegs lífs og gæslu.

3. fl. Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. fl. 1 og 2 en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.

Svæðisskrifstofu ber að leggja til grundvallar ofangreindri flokkun tillögur sínar um greiðslur vegna umönnunar- og gæsluþarfar, sbr. reglugerð nr. 504/1997, á þann veg að 1. fl. samsvari fl. 1., 2. fl. samsvari fl. 2. og 3. fl. samsvari fl. 3.

Um greiðslur fyrir sólarhringsþjónustu fer með eftirfarandi hætti:

1. fl. fyrir sólarhringsþjónustu greiðast 8.300 kr.

2. fl. fyrir sólarhringsþjónustu greiðast 6.400 kr.

3. fl. fyrir sólarhringsþjónustu greiðast 4.800 kr.

Greiðslur fara fram hjá ríkisféhirði.

Greiðslur til stuðningsfjölskyldna skerða ekki aðrar greiðslur eða þjónustu sem hinn fatlaði eða aðstandendur hans kunna að njóta.

2. gr.

12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Heimilt er í undantekningartilvikum að semja um dvöl hjá stuðningsfjölskyldu hluta úr sólarhring og er þá miðað við að dvöl fari ekki yfir 10 klst. á hverjum degi og að hámarki 50 klst. á mánuði. Um greiðslu fyrir þjónustuna er greitt tímakaup, 510 kr. fyrir hverja klst. Að öðru leyti gilda ákvæði 2. og 3. mgr. 11. gr. um greiðslur samkvæmt þessari grein.

Dvöl samkvæmt grein þessari getur ekki komið til viðbótar sólarhringsþjónustu skv. 11. gr.

3. gr.

13. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Greiðslur skv. 11. og 12. gr. eru verktakagreiðslur.

Fjárhæðir skv. 11. og 12. gr. koma til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa.

Kostnaður greiðist úr ríkissjóði en þó skal kostnaður vegna aksturs heiman og heim greiðast af þeim sem þjónustunnar nýtur.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðra, öðlast gildi 1. júní 2000.

Félagsmálaráðuneytinu, 2. maí 2000.

Páll Pétursson.

Sturlaugur Tómasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica