Fjármálaráðuneyti

307/1968

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 245 31. desember 1963, um tekjuskatt og eignarskatt.

1. gr.

Fjórði töluliður B-liðs í 34. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Í skuldabréfum tryggðum með veði i húseignum allt að 75% af brunabótamatsverði, eða sé brunabótamat ekki fyrir hendi, þá af matsverði, sem ákveðið er af 2 mönnum, er fjármálaráðherra tilnefnir, og allt að 75% af fasteignamatsverði lóða í kaupstöðum og kauptúnum.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytið, 12. desember 1968.

Magnús Jónsson.

Ólafur Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica