Leita
Hreinsa Um leit

Dómsmálaráðuneyti

305/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð um útlendinga, nr. 540/2017.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða.

Útlendingi sem dvaldi hér á landi fyrir 20. mars 2020 í samræmi við 8. gr. reglugerðarinnar og 1. mgr. 49. gr. útlendingalaga en hefur ekki komist til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar er heimilt að dvelja hér á landi án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar til og með 1. júní 2020.

Ákvæði 1. mgr. kemur ekki í veg fyrir frávísun eða brottvísun þeirra sem voru í ólögmætri dvöl fyrir 20. mars 2020 eða frávísun eða brottvísun á öðrum grundvelli samkvæmt ákvæðum útlend­inga­laga.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 49. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 2. apríl 2020.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica