Sjávarútvegsráðuneyti

304/1983

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 163 30. maí 1973 um hvalveiðar.

Stofnreglugerð:

1. gr.

B-liður 2. gr. orðist svo:

Grænlands-sléttbak, Íslands-sléttbak, hnúfubak, steypireyð og búrhval.

2. gr.

1. mgr. C-liðar 2. gr. orðist svo:

Langreyðar innan við 55 fet eða 16,8 metra að lengd og sandreyðar innan við 40 fet eða 12,2 metra að lengd.

3. gr.

11. gr. orðist svo:

Hver landstöð skal greiða kr. 15 000,00 árgjald í ríkissjóð og auk þess kr. 3 500,00 á ári fyrir hvert hvalveiðiskip.

4. gr.

Fyrirsögn II kafla orðist svo:

Sérákvæði um veiðar á hrefnu og tannhvölum.

5. gr.

Úr 1. málslið 14. gr. falla niður orðin "öðrum en búrhval".

6. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. lögum nr. 26 9. maí 1949, um hvalveiðar, sbr. lög nr. 40 29. maí 1979, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytið, 9. maí 1983.

F. h. r.

Jón L. Arnalds.

Kjartan Júlíusson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica