Landbúnaðarráðuneyti

72/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 12/2002 um útrýmingu fjárkláða í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. - Brottfallin

072/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 12/2002
um útrýmingu fjárkláða í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum.

1. gr.

1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Ákvæði reglugerðarinnar ná til eigenda sauðfjár, geitfjár, stórgripa (nautgripa og hrossa) og húsa fyrir búfé í Miðfjarðarhólfi, Húnahólfi og Skagahólfi, sbr. viðauka I við reglugerð nr. 200/1998 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár, með síðari breytingum. Ákvæðin ná einnig til eigenda fyrrgreinds búfjár og húsa austan Héraðsvatnalínu í Hólahreppi og Viðvíkurhreppi hinum fornu suður að Gljúfurá og til bæjarins Ytri-Hofdala sunnan Gljúfurár. Auk þess fellur bærinn Stóra Borg í Vatnsneshólfi einnig undir ákvæði reglugerðarinnar.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Landbúnaðarráðuneytinu, 1. febrúar 2002.

F. h. r.
Guðmundur B. Helgason.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica