Utanríkisráðuneyti

301/2010

Reglugerð um breyting á reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi Írak nr. 141/2009. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 3. gr. hljóði svo:

Frysta skal fjármuni og efnahagslegan auð sem:

a)

tilheyra fyrrum ríkisstjórn Íraks, fyrirtækjum þess eða stofnunum og voru utan Íraks 22. maí 2003 eða

b)

hafa verið fjarlægðir frá Írak af háttsettum fulltrúum fyrrum ríkisstjórnar Íraks eða fjölskyldum þeirra eða eru í eigu eða undir beinni eða óbeinni stjórn þeirra,



sbr. I. og II. viðauka, sbr. 23. mgr. ályktunar nr. 1483 (2003).

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

3. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 23. mars 2010.

Össur Skarphéðinsson.

Einar Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica