Reglugerð þessi nær til starfsemi radíóáhugamanna á sviði þráðlausra fjarskipta og kveður á um réttindi þeirra og skyldur.
: Þráðlaus fjarskiptaþjónusta sem hefur að tilgangi eigin þjálfun, samskipti á ljósvakanum og tæknilegar athuganir sem radíóáhugamenn annast, þ.e. einstaklingar sem fengið hafa til þess heimild. Þjónustan er eingöngu í þágu einstaklinga og má ekki nota til fjárhagslegs ávinnings.
Radíóáhugamannaþjónusta um gervitungl: Þráðlaus fjarskiptaþjónusta sem notar gervitungl í sama tilgangi og önnur radíóáhugamannaþjónusta.
CEPT: Conference Européenne des Administrations des Postes et des Telecommunications, samtök stjórnvalda á sviði pósts og fjarskipta í Evrópu.
ITU: International Telecommunication Union, Alþjóðasamband fjarskiptamála.
Kallmerki: Röð tákna sem gerir kleift að bera kennsl á einstakan leyfishafa.
Póst- og fjarskiptastofnun gefur út leyfi radíóáhugamanna að fengnum umsóknum. Stofnunin skal leita umsagnar félagsins Íslenskir radíóamatörar áður en leyfi er gefið út.
Íslenskir ríkisborgarar geta sótt um leyfi radíóáhugamanna og sömuleiðis erlendir ríkisborgarar sem dvelja hér á landi langdvölum. Erlendir ríkisborgarar geta einnig sótt um leyfi samkvæmt 9. gr., þegar við á.
Leyfi radíóáhugamanna skulu aðgreind í G-, N- og T-leyfi. Áður en leyfi er gefið út skal umsækjandi standast próf sem staðfestir hæfni hans til að starfa sem radíóáhugamaður á sviði þráðlausra fjarskipta og rafeindatækni. Póst- og fjarskiptastofnun er heimilt að taka gilt sem prófvottorð fyrir G-leyfi skírteini loftskeytamanns.
Umsækjendur um leyfi radíóáhugamanna sem ekki hafa náð 15 ára aldri verða að leggja fram með leyfisumsókn samþykki forráðamanns sem jafnframt skal gangast undir ábyrgð um að farið verði að reglum.
Radíóáhugamönnum er heimilt að stunda fjarskipti í þeim tíðnisviðum sem talin eru upp í viðauka í samræmi við tegund leyfis. Um það hvaða tíðnisvið má nota fyrir sendingar radíóáhugamanna um gervitungl vísast til alþjóðaradíóreglugerðarinnar. Fyrir hvert tíðnisvið er sýnt hámarksafl sendis og mesta leyfilega bandbreidd. Í sérstökum tilfellum getur Póst- og fjarskiptastofnun veitt tímabundna heimild til notkunar meira afls. N-leyfishafar mega eingöngu nota útsendingaraðferðirnar ómótað Morse (A1A) og tíðnihliðrunarlyklun (F1B) á tíðnum fyrir neðan 30 MHz, en að öðru leyti eru útsendingaraðferðir sem rúmast innan hámarksbandbreiddar í viðkomandi tíðnisviði leyfilegar. Radíóáhugamönnum er heimilt að setja saman búnað fyrir þráðlaus fjarskipti í eigin þágu og þurfa ekki gerðarsamþykki fyrir slíkum búnaði. Búnað radíóáhugamanna má ekki nota í öðrum tilgangi en þessar reglur kveða á um. Radíóáhugamönnum er einnig heimilt að tengja hvers kyns loftnet við búnað sinn. Póst- og fjarskiptastofnun getur sett takmarkanir á stefnumögnun loftneta eða útgeislað afl ef ljóst er að hætta sé á að annar fjarskiptabúnaður, þ.m.t. útvarpsviðtæki, yfirstýrist af sendingu radíóáhugamanns. Einnig getur stofnunin sett takmarkanir á útgeislað afl ef sýnt þykir að heilsu manna geti stafað hætta af útgeisluðu afli.
Radíóáhugamönnum sem fengið hafa G-, eða T-leyfi er heimilt að veita lærlingum aðgang að stöð sinni. Leyfishafa er skylt að hafa í einu og öllu umsjón með þátttöku lærlingsins. Áður en leyfishafi heimilar lærlingi að nota búnað sinn skal hann tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun formlega um nafn lærlingsins og hversu lengi fyrirhugað er að lærlingnum verði veittur aðgangur að búnaði leyfishafa.
Póst- og fjarskiptastofnun heldur próf fyrir radíóáhugamenn að jafnaði að vori og hausti. Væntanlegir þátttakendur skulu tilkynna sig til Póst- og fjarskiptastofnunar annaðhvort skriflega eða með tölvupósti eigi síðar en viku fyrir próf en próf falla niður ef fyrirhuguð þátttaka réttlætir ekki að þau séu haldin. Póst- og fjarskiptastofnun getur falið samtökum radíóáhugamanna að hafa umsjón með prófum og taka þátt í gerð prófgagna. Stofnunin getur einnig falið samtökum radíóáhugamanna að annast próf enda sé tilnefndur ábyrgðarmaður af hálfu samtakanna. Samtök radíóáhugamanna bera sjálf kostnað af þátttöku sinni í prófhaldi.
Póst- og fjarskiptastofnun gefur út ef þess er óskað prófskírteini sem eru í samræmi við tilmæli CEPT 61-02 (Harmonised Amateur Radio Examination Certificate, HAREC). Prófkröfur taka mið af sömu tilmælum eftir því sem við á og eru eftirfarandi:
a) | N-próf |
1. | Grunnatriði í rafmagns- og radíófræði. | |
2. | Innlendar og alþjóðlegar reglur og aðferðir í viðskiptum. | |
3. | Helstu atriði í lögum um fjarskipti og reglugerð um radíóáhugamenn. | |
4. | Viðtaka og sending Morse merkja með hraða eigi minni en 25 bókstafir á mínútu í formi bók- og tölustafaruna. Tímalengd skal vera minnst 3 mínútur og leyfðar villur í sendingu eru mest 5 þar af ein óleiðrétt. Leyfðar eru mest 4 villur í móttöku. Prófað skal með handlykli. |
b) | G-próf |
1. | Tækni: | |
Raf-, rafsegul- og radíófræði. | ||
Íhlutir. | ||
Rásir. | ||
Viðtæki. | ||
Sendar. | ||
Loftnet og sendilínur. | ||
Útbreiðsla rafsegulbylgna. | ||
Mælingar. | ||
Truflanir og truflanavernd. | ||
Öryggismál í sambandi við rafmagn. | ||
2. | Innlendar og alþjóðlegar reglur um viðskipti og aðferðir: | |
Stöfun með orðum. | ||
Q-skammstafanir. | ||
Skammstafanir sem eru notaðar í viðskiptum. | ||
Alþjóðleg neyðarmerki, neyðarköll og fjarskipti í náttúruhamförum. | ||
Kallmerki. | ||
Skipulag alþjóðlegu radíóáhugamannasamtakanna (IARU) á tíðnisviðum radíóáhugamanna. | ||
3. | Innlendar og alþjóðlegar reglur um þráðlaus fjarskipti áhugamanna: | |
Radíóreglugerð ITU. | ||
Reglur CEPT. | ||
Innlend löggjöf, reglugerðir og leyfisskilyrði. | ||
4. | Sending og móttaka Morse-merkja með sömu reglu og gildir fyrir N-próf. |
c) | T-próf |
Sömu prófkröfur og til G-prófs að undanteknum kröfum um Morse-próf.
Póst- og fjarskiptastofnun setur nánari reglur um efni til prófs í samræmi við tilmæli CEPT.
Próf önnur en Morse-próf skulu vera skrifleg en heimilt er að bregða út af því er aðstæður réttlæta. Póst- og fjarskiptastofnun skipar prófdómara nema samtökum radíóáhugamanna hafi verið falið að annast próf.
Radíóáhugamenn skulu ganga úr skugga um að allar lagnir sem tengja búnað þeirra við rafmagnsnetið, svo og búnaðurinn sjálfur, samræmist opinberum reglum um raforkuvirki. Spenna á rásum í heimasmíðuðum búnaði N-leyfishafa skal ekki vera hærri en 50 volt.
Allur sendibúnaður leyfishafa skal hafa tíðnistöðugleika í samræmi við kröfur alþjóðaradíóreglugerðarinnar. Óæskileg útgeislun skal einnig vera takmörkuð við ákvæði alþjóðaradíóreglugerðarinnar.
Í leyfisbréfi skal koma fram hver sé notkunarstaður búnaðar leyfishafa nema þegar um far- eða burðarstöð er að ræða. Tilkynna skal Póst- og fjarskiptastofnun þegar í stað um nýtt aðsetur leyfishafa. Leyfishöfum er heimilt að flytja búnað sinn tímabundið á annan stað. Leyfishafar geta fengið heimild til reksturs sameiginlegrar stöðvar. Ábyrgðarmaður slíkrar stöðvar eða samtök radíóáhugamanna skulu senda Póst- og fjarskiptastofnun umsókn þar að lútandi. Stofnunin getur áskilið að rekstur slíkrar stöðvar sé undir eftirliti ábyrgðarmanns eða samtakanna.
Póst- og fjarskiptastofnun úthlutar leyfishöfum kallmerki sem nota skal í öllum viðskiptum. Íslensk kallmerki hefjast á bókstöfunum TF en á eftir fylgir tölustafur sem gefur til kynna landshlutann þar sem leyfishafi er staðsettur og síðan einn til þrír bókstafir sem eru einstaklingsbundnir. Forðast skal að úthluta sömu bókstafaröð í mismunandi landshlutum. Kallmerki N-leyfishafa skal enda á þremur bókstöfum og er síðasti stafurinn alltaf N. Kallmerki T-leyfishafa skal enda á þremur bókstöfum og er síðasti stafurinn alltaf T. Póst- og fjarskiptastofnun getur úthlutað sérstöku kallmerki vegna reksturs sameiginlegrar stöðvar jafnvel þó að þeir sem að slíkum rekstri standa hafi sitt eigið kallmerki.
Lærlingar hjá leyfishafa skulu nota kallmerki hans að viðbættu skástriki og bókstafnum Q og til viðbótar tölustaf sem gefur til kynna röð lærlingsins hjá viðkomandi leyfishafa.
Leyfishafar sem nota far- eða burðarstöðvar skulu bæta aftan við kallmerki sitt skástriki og bókstafnum M eða P eftir því hvort um far- eða burðarstöð er að ræða. Þegar leyfishafi notar búnað sinn tímabundið á nýjum stað skal hann bæta við kallmerki sitt skástriki og tölustaf sem gefur til kynna svæðið sem hann er fluttur til.
Radíóáhugamenn með erlend réttindi sem starfrækja búnað sinn hér á landi í samræmi við 2. mgr. 9. gr. skulu skeyta bókstöfunum TF ásamt skástriki framan við kallmerki sem þeim hefur verið úthlutað í heimalandi sínu. Aðrir radíóáhugamenn með erlend réttindi sem fá tímabundið leyfi hér á landi skulu skeyta skástriki og bókstöfunum TF aftan við kallmerki sem þeim hefur verið úthlutað í heimalandi sínu.
Leyfishafar skulu auðkenna sendingar með kallmerki sínu hvort sem um Morse eða tal er að ræða. Kallmerkið skal gefa upp sem fyrst eftir byrjun sendingar og alltaf í lok hennar.
Radíóáhugamenn með erlend réttindi geta starfað hér á landi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Þeir sem dvelja skamman tíma hér á landi og hafa aflað sér CEPT leyfisbréfs radíóáhugamanns í heimalandi sínu geta starfrækt far- eða burðarstöð í samræmi við leyfisbréfið í allt að þrjá mánuði. Heimildin til að starfrækja búnaðinn á Íslandi gildir þó ekki lengur en leyfisbréfið. Radíóáhugamönnum með erlend réttindi sem uppfylla ákvæði þessarar málsgreinar er einnig heimilt að starfrækja búnað íslenskra radíóáhugamanna innan marka leyfis síns.
Radíóáhugamenn sem dvelja hér lengur en þrjá mánuði og geta framvísað samræmdu prófskírteini, sbr. 5. gr., geta sótt um íslenskt leyfi og sömuleiðis aðrir radíóáhugamenn með erlend réttindi sem Póst- og fjarskiptastofnun telur fullnægjandi.
Viðskipti radíóáhugamanna skulu beinast að því að auka þekkingu á eðli og útbreiðslu þráðlausra fjarskipta og til þess að auka skilning manna á milli. Ekki eru takmarkanir á innihaldi fjarskipta að öðru leyti en því að óheimilt er að veita þriðja aðila fjarskiptaþjónustu gegn beinni eða óbeinni greiðslu eða senda auglýsingar, áróður og skemmtiefni, þ.m.t. hljómlist. Óheimilt er að nota dulmál við sendingar. Þegar um er að ræða sendingu á stafrænum upplýsingum skal nota aðgengilegar samskiptareglur.
Radíóáhugamenn sem hafa leyfi til þráðlausra fjarskipta skulu án endurgreiðslu aðstoða stjórnvöld og almenning við að koma tilkynningum um alvarleg slys, náttúruhamfarir eða annað hættuástand til réttra neyðar- og björgunaraðila. Sending gabbmerkja er stranglega bönnuð og getur varðað leyfissviptingu.
Radíóáhugamenn skulu virða ákvæði 43. gr. laga um fjarskipti um þagnarskyldu.
Mælt er með því að radíóáhugamenn haldi dagbók yfir viðskipti sín t.d. í tölvutæku formi. Eftirlitsmönnum Póst- og fjarskiptastofnunar skal framvísuð dagbók leyfishafa ef grunur leikur á um að truflun hafi hlotist af starfsemi leyfishafa eða að ákvæði leyfisbréfs hafi verið brotin.
Radíóáhugamenn skulu eftir mætti aðstoða eftirlitsmenn Póst- og fjarskiptastofnunar við leit að truflunum sem taldar eru stafa frá stöðvum radíóáhugamanna, m.a. með því að aðstoða við miðun á truflanavaldi. Slík aðstoð skal vera endurgjaldslaus nema um annað hafi verið samið fyrirfram.
Eftirlitsmönnum Póst- og fjarskiptastofnunar skal heimilaður aðgangur að búnaði radíóáhugamanna sem fellur undir ákvæði þessarar reglugerðar í því skyni að kanna hvort hann samræmist reglugerðinni. Leiki á grunur um að búnaður radíóáhugamanns valdi truflunum á annarri fjarskiptastarfsemi skal hann veita eftirlitsmönnum Póst- og fjarskiptastofnunar aðstoð við að stöðva truflanirnar.
Póst- og fjarskiptastofnun er heimilt að undangenginni rannsókn að fella leyfi radíóáhugamanns úr gildi ef um alvarlegt brot á ákvæðum leyfisbréfs, laga um fjarskipti eða þessarar reglugerðar er að ræða.
Fyrir leyfisbréf greiðist samkvæmt gjaldskrá Póst- og fjarskiptastofnunar. Leyfið tekur ekki gildi fyrr en að gjaldið hefur verið innt af hendi. Sama gjald greiðist fyrir samræmt prófskírteini.
Á ófriðartíma getur samgönguráðherra samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar mælt fyrir um stöðvun fjarskipta sem teljast hættuleg öryggi ríkisins.
Radíóáhugamönnum ber að haga starfsemi sinni í samræmi við lög um fjarskipti og reglugerðir og reglur sem settar eru með heimild í lögunum.
Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt lögum um fjarskipti nr. 107/1999.
Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 59. gr. laga um fjarskipti nr. 107/1999 staðfestist hér með til að öðlast gildi nú þegar. Jafnframt falla úr gildi reglur um sama efni nr. 625/1981 ásamt seinni breytingum.
Tíðnisvið |
Forgangs-flokkur
|
N-leyfi
|
G-leyfi
|
T-leyfi
|
Bandbreidd
|
135,7-137,8 kHz
|
2
|
100
|
1 kHz
|
||
1.810-1.850 kHz
|
1
|
100
|
1000
|
6 kHz
|
|
1.900-2.000 kHz
|
2
|
10
|
10
|
6 kHz
|
|
3.500-3.800 kHz
|
1
|
100
|
1000
|
6 kHz
|
|
7.000-7.100 kHz
|
1
|
100
|
1000
|
6 kHz
|
|
10.100-10.150 kHz
|
2
|
100
|
1000
|
1 kHz
|
|
14.000-14.350 kHz
|
1
|
100
|
1000
|
6 kHz
|
|
18.068-18.168 kHz
|
1
|
100
|
1000
|
6 kHz
|
|
21.000-21.450 kHz
|
1
|
100
|
1000
|
6 kHz
|
|
24.890-24.990 kHz
|
1
|
100
|
1000
|
6 kHz
|
|
28.000-29.700 kHz
|
1
|
100
|
1000
|
18 kHz
|
|
50-52 MHz
|
2
|
25
|
100
|
100
|
18 kHz
|
144 -146 MHz
|
1
|
25
|
500
|
500
|
18 kHz
|
430-440 MHz
|
1
|
500
|
500
|
30 kHz
|
|
1.240-1.300 MHz
|
2
|
100
|
100
|
20 MHz
|
|
2.300-2.450 MHz
|
2
|
100
|
100
|
20 MHz
|
|
5.650-5.850 MHz
|
2
|
100
|
100
|
20 MHz
|
|
10-10,5 GHz
|
2
|
100
|
100
|
50 MHz
|
|
24-24,05 GHz
|
1
|
100
|
100
|
50 MHz
|
|
24,05-24,25 GHz
|
2
|
100
|
100
|
50 MHz
|
|
47-47,2 GHz
|
1
|
100
|
100
|
50 MHz
|
|
76-77,5 GHz
|
2
|
100
|
100
|
100 MHz
|
|
77,5-78 GHz
|
1
|
100
|
100
|
100 MHz
|
|
78-81 GHz
|
2
|
100
|
100
|
100 MHz
|
|
122,25-123 GHz
|
2
|
100
|
100
|
40 MHz
|
|
134-136 GHz
|
1
|
100
|
100
|
100 MHz
|
|
136-141 GHz
|
2
|
100
|
100
|
100 MHz
|
|
241-248 GHz
|
2
|
100
|
100
|
100 MHz
|
|
248-250 GHz
|
1
|
100
|
100
|
100 MHz
|
Ath. Sendiaflið er toppgildi aflsins (PEP), þ.e. hæsta meðalafl sem sendirinn gefur frá sér á hverri períóðu RF-merkisins í 50/300/600 ohma endurkastslaust álag.
Forgangsflokkur nr. 1 merkir að radíóáhugamenn eigi forgang að tíðnisviðinu, ef til vill með öðrum notendum. Forgangsflokkur nr. 2 merkir að radíóáhugamenn megi ekki trufla aðra notendur í sama tíðnisviði sem eru í 1. forgangsflokki og að radíóáhugamenn njóta ekki verndar gegn truflunum frá þeim.