Fara beint í efnið

Prentað þann 4. maí 2024

Breytingareglugerð

297/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð um rafrænar þinglýsingar, nr. 360/2019.

1. gr.

Á eftir orðunum "og aflýsinga" í 2. málsl. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: og tengda þjónustu.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. tölul. orðast svo: Rafræn færsla: Er mynduð af tvenns konar gögnum, annars vegar gagnatagi (e. Data Type) t.a.m. XML og JSON, til staðfestingar á þeim meginatriðum skjals sem ætlunin er að þinglýsa, og hins vegar PDF útgáfu af skjali úr tölvukerfi þjónustunotanda. Gagnatagið er hluti af PDF skjali. Gagnatagið skal innsiglað og PDF skjal undirritað með fullgildum rafrænum skilríkjum. Texti rafrænnar færslu er vistaður á gagnaformi fyrir vélræna vinnslu samkvæmt tæknilýsingu rafrænna þinglýsinga og skal hver færsla ekki innihalda fleiri en eina tegund réttinda. Að öðru leyti fer um skilyrði rafrænnar færslu samkvæmt tæknilýsingu.
  2. 3. tölul. orðast svo: Þinglýsingagátt: Samnefni vefþjónustu (e. Web Service) rafrænna þinglýsinga og aflýsinga. Vefþjónustan tengir tölvukerfi þjónustunotanda við þinglýsingarkerfi sýslumanna og gerir þjónustunotanda kleift að auðkenna sig og senda til þinglýsingar eða aflýsingar með rafrænni færslu.
  3. Við bætist nýr töluliður svohljóðandi:

    1. Þjónustunotandi: Samheiti yfir aðila sem hafa aðgang að vefþjónustu þinglýsingagáttar, á grundvelli umsóknar skv. 3. gr. reglugerðarinnar. Þegar vísað er til þjónustunotanda í reglugerðinni er ýmist átt við aflýsingar- og/eða þinglýsingarbeiðanda eða þann sem hefur vegna stöðu sinnar heimild til að hafa milligöngu fyrir slíka beiðendur um aflýsingu og þinglýsingu með rafrænni færslu.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "Þjóðskrá Íslands" í 1. málsl. og 3. málsl. kemur: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
  2. Í stað orðsins "þinglýsingarbeiðenda" í 1. málsl. kemur: þjónustunotanda.
  3. Í stað orðsins "þinglýsingarbeiðanda" í 2. og 3. málsl. kemur: þjónustunotanda.
  4. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

    Eftirtaldir aðilar geta sótt um að verða þjónustunotandi:

    1. Aðilar er sinna eftirlitsskyldri starfsemi sem talin er upp í 1., 2. og 10. tölul. 2. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
    2. Aðilar er sinna eftirlitsskyldri starfsemi á grundvelli III. kafla laga nr. 70/2015, um sölu fasteigna og skipa.
    3. Opinberir aðilar sem fara lögum samkvæmt með framkvæmd verkefna sem öðlast réttarvernd við þinglýsingu, hvort sem þeir eru sjálfir aflýsingar- og/eða þinglýsingarbeiðendur eða hafa milligöngu um þinglýsingu og aflýsingu með rafrænni færslu fyrir slíka beiðendur.
  5. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Aðgengi að vefþjónustu þinglýsingagáttar.

4. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Heimilt er að þinglýsa með rafrænni færslu meginatriðum eftirfarandi tegunda skjala:

  1. Veðréttindi: Veðskuldabréf, tryggingarbréf, skilmálabreyting, skuldskeyting, veðleyfi, veðbandslausn, kröfuhafaskipti, aflýsing og fjárnám.
  2. Eignarheimildir: Afsal, kaupsamningur, búsetuleyfi og nauðungarsöluafsal.
  3. Annað: Nauðungarsöluyfirlýsing, niðurfelling nauðungarsöluyfirlýsingar, kyrrsetning og löggeymsla.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. orðast svo: Þjónustunotandi tengist þinglýsingagátt með rafrænni auðkenningu og útbýr rafræna færslu í samræmi við 2. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar. Færslan skal vera á því sniði sem tæknilýsing mælir fyrir um hverju sinni.
  2. Í stað orðsins "þinglýsingarbeiðanda" í 1. málsl. 2. mgr., 4. málsl. 3. mgr., 2. málsl. 4. mgr. og 2. málsl. 5. mgr. kemur: þjónustunotanda.
  3. Í stað orðsins "þinglýsingarbeiðandi" í 3. málsl. 2. mgr. kemur: þjónustunotandi.
  4. Í stað orðsins "aflýsingarbeiðanda" í 3. málsl. 2. mgr. og 3. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemur: þjónustunotanda.

6. gr.

8. gr. b. reglugerðarinnar fellur brott.

7. gr.

Í stað orðsins "þinglýsingarbeiðanda" í 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur: þjónustunotanda.

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðins "þinglýsingarbeiðanda" í 3. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. kemur: þjónustunotanda.
  2. Orðin "og sinna eftirlitsskyldri starfsemi sem talin er upp í 1., 2. og 10. tölul. 2. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi," í 1. málsl. 2. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar falla brott.

9. gr.

11. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Vistun og aðgangur að rafrænum færslum.

Dómsmálaráðherra ákveður fyrirkomulag á varðveislu rafrænna færslna.

Almenningur skal hafa aðgang að þinglýstum rafrænum færslum með sama hætti og kveðið er á um í III. kafla reglugerðar nr. 405/2008 um þinglýsingar, eftir því sem við á.

10. gr.

Í stað orðanna "Þjóðskrá Íslands" í 2. málsl. 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar kemur: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

11. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 5. mgr. 5. gr. og 3. mgr. 10. gr. þinglýsingalaga, nr. 39/1978, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 23. mars 2023.

Jón Gunnarsson.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.