Fara beint í efnið

Prentað þann 23. apríl 2024

Ógild reglugerð

123/1995

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum.

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum.

1. gr.

F-liður 4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

f) Jarðveg, safnhaugamold, óunninn eða kurlaðan trjábörk og húsdýraáburð. Undanskilin er þó mold, sem að meginhluta samanstendur af mosa (Sphagnum), enda sé hún tekin frá óræktuðum svæðum og aldrei verið notuð til ræktunar. Þá er undanskilin mold, sem fylgir rótum plantna eða rótarávöxtum, enda sé hún í óverulegum mæli. Frá löndum þar sem nýsjálenski flatormurinn (Artioposthia triangulata) er útbreiddur skulu plöntur og plöntuafurðir vera alveg lausar við mold nema sérstök yfirlýsing sé um það á heilbrigðisvottorði að plönturnar séu frá ræktunarstað þar sem flatormurinn finnst ekki.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 51/1981 um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum og öðlast gildi þegar í stað.

Landbúnaðarráðuneytið, 20. febrúar 1995.
Halldór Blöndal.
Jón Höskuldsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.