Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

293/1979

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 53 27. febrúar 1976 um mannflutninga í loftförum.

1. gr.

5. gr. orðist svo:

5. gr.

Sala og neysla áfengra drykkja um borð í loftförum í atvinnuflugi.

5.1. Áfengisneysla um borð i íslenskum loftförum er óheimil, nema starfslið flugrekenda afgreiði það til viðkomandi farþega.

5.2. Flugrekendur sem afgreiða áfengi til farþega sinna skulu skilgreina í flugrekstrarbók með hvaða hætti farþegum sé afgreitt áfengi og einnig hversu mikið hverjum einstökum farþega megi veita á ákveðnum flugleiðum eða á ákveðnum tíma.

5.3. Flugstjóri skal banna farþega að kaupa áfenga drykki eða neyta þeirra um borð í loftfari ef farþeginn að hans mati er svo mikið undir áhrifum áfengis að ætla má að hann geti skert nauðsynlegan aga um borð eða verið öðrum til ama eða tjóns.

5.4. Flugstjóri skal neita að taka um borð farþega, og ber að vísa frá borði farþegum, sem að hans dómi eru svo mikið undir áhrifum áfengis að þeir geti stefnt í hættu öryggi og hindrað reglu um borð.

5.5. Flugstjóri skal fylgjast með að góð regla sé um borð.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 186. og 188. gr. lagá um loftferðir nr. 34 21. maí 1964 og gildir um íslensk og erlend loftför sem íslenskur aðili notar eða ræður yfir, hvar sem þau eru stödd, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim er hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytið, 25. júní 1979.

Ragnar Arnalds.

Birgir Guðjónsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.