Fara beint í efnið

Prentað þann 30. apríl 2024

Breytingareglugerð

292/2024

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 200/2023 um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski.

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Leyfilegur heildarafli.

Á árinu 2024 er íslenskum skipum heimilt að veiða alls 224 tonn af bláuggatúnfiski miðað við afla upp úr sjó. Af þeim heimildum er 212 tonnum úthlutað til veiða með línu og 12 tonnum vegna áætlaðs meðafla íslenskra skipa á bláuggatúnfiski.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, ákvæðum 3., 4., 6., 7., 8., 18. og 19. gr. laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og ákvæðum 16. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 15. febrúar 2024.

Katrín Jakobsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.