Landbúnaðarráðuneyti

355/1993

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 188/1988 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr.188/1988 um slátrun, mat og meðferð

sláturafurða.

1. gr.

19. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Hrossakjöt.

Skilgreining á fituþykkt.'

Þykkt fitu mælist sem mesta þykkt fitu á miðri síðu á 3. aftasta rifbeini. (Skammrif ekki talin með.)

Kjöt af hrossum skal flokka, meta og merkja sem hér segir:

1. Ungfolaldakjöt.

Skrokka af folöldum allt að 4 mánaða gömlum, vel holdfylltum og fitulitlum. Fita allt að 5 mm. Skrokkar allt að 50 kg. að þyngd.

2. Folaldakjöt.

FO I-A:

Skrokka af folöldum allt að ársgömlum, vel holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt allt að 20 mm.

FO I-B:

Skrokka af folöldum allt að ársgömlum, veI holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt yfir 20 mm.

FO II:

Skrokka af folöldum allt að ársgömlum, mjög mögrum og vöðvarýrum.

3. Trippakjöt.

TR I-A:

Skrokka af trippum eins og tveggja ára, vel holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt allt að 25 mm.

TR I-B

Skrokka af tryppum eins og tveggja ára, vel holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt yfir 25 mm.

TR II:

Skrokka af trippum eins og tveggja ára, mjög mögrum og vöðvarýrum.

4. Unghrossakjöt.

UH I:

Skrokka af hrossum þriggja til sex ára, vel holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt allt að 30 mm. Hross á þessum aldri með meiri fituþykkt flokkast í Hr-flokka eftir fitumörkum sem þar gilda.

5. Hrossakjöt.

HR I-A:

Skrokkar af hrossum eldri en sex ára, sæmilega holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt allt að 30 mm.

HR I-B:

Skrokkar af hrossum eldri en sex ára, sæmilega holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt 30-50 mm.

HR I-C:

Skrokkar af unghrossum og öllum hrossum eldri en sex ára sem eru með meiri fituþykkt en 50 mm.

HR II:

Skrokka af unghrossum og öllum hrossum eldri en sex ára, mjög vöðvarýra og magra.

6. Hrossakjöt með áverka:

Skrokka eða skrokkhluta sem teljast gölluð vara vegna mars, verkunargalla og annarra áverka skulu flokkast og merkjast í sinn flokk ásamt X eða XX. X ef um minni háttar mar eða verkunargalla er að ræða. XX ef skrokkar eru mikið marðir, limhöggnir eða með meiri háttar verkunargalla.

7. Hrossakjöt í heilbrigðisflokki 2.

Kjöt af hrossum sem kjötskoðunarlæknir dæmir í heilbrigðisflokk 2 (sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 168/1970) skal merkt þannig:

a. Kjöt af folöldum FO IV.

b. Kjöt af eldri hrossum HR IV.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 30 28. apríl 1966 um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum og öðlast gildi þegar í stað.

Landbúnaðarráðuneytið, 30. ágúst 1993.

Halldór Blöndal.

Jón Höskuldsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica