Dómsmálaráðuneyti

290/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað "2/10" í 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 2/12.

 

2. gr.

Í stað "1-10" í 1. málsl. 4. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: 1-12.

 

3. gr.

Í stað "10" í 3. málsl. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: 12.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað "320" í 1. mgr. kemur: 300.
 2. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo:
      Þegar greiðsla er innt af hendi með rafrænum hætti er hún tekin út af spilareikningi þátt­takanda. Þegar þátttakandi leggur inn á spilareikning sinn með rafrænum hætti, leitar móður­tölva Íslenskrar getspár heimildar hjá viðkomandi kortafyrirtæki eða banka og fær stað­festingu á að viðkomandi greiðslukort/bankareikningur sé í gildi og heimild sé fyrir úttekt.
 3. 3. málsl. 4. mgr. orðast svo:
      Áskriftarsamningi fylgir kaupauki, þannig að þátttakandi greiðir einungis fyrir fjórar vikur í hverjum mánuði, þó svo að vikurnar séu fimm í einstökum mánuðum.
 4. 5. mgr. orðast svo:
      Leikspjald fyrir Lottó 5/40, Jóker, Vikinglottó og EuroJackpot gildir aldrei sem kvittun. Þátttakandi getur notað leikspjald fyrir Lottó 5/40, Jóker og Vikinglottó aftur eða látið það gilda í 2, 5 eða 10 leikvikur, að eigin vali, ef hann óskar eftir óbreyttu talnavali, með því að strika lóðrétt yfir viðkomandi reit á leikspjaldi um fjölda vikna. Sama á við um EuroJackpot en þar gildir leikspjaldið í 2, 6 eða 10 skipti.

 

5. gr.

3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Kerfisleikspjald skal þátttakandi fylla út á þann veg að hann strikar lóðrétt í reiti þeirra talna er hann velur úr tölunum 1-50 auk tveggja stjörnutalna frá 1-12 og staðfestir fjölda þeirra (6, 7, 8, 9 eða 10) með því að merkja aftan við viðkomandi tölur á leikspjaldinu.

 

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

 1. 1. mgr. orðast svo:
      Útdrættir í talnagetraununum Lotto 5/40 og Vikinglottó fara að jafnaði fram einu sinni í viku og í EuroJackpot að jafnaði tvisvar sinnum í viku samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar Íslenskrar getspár en í Jóker samtímis útdrætti í Lottó 5/40, Vikinglottó og EuroJackpot.
 2. Á undan orðinu "föstudegi" í 1. málsl. 8. mgr. koma orðin: þriðjudegi og.
 3. Í stað "1-10" í 3. málsl. 8. mgr. kemur: 1-12.
 4. Á undan orðinu "föstudögum" í 1. málsl. 9. mgr. koma orðin: þriðjudögum og.

 

7. gr.

Í stað orðanna "hverrar leikviku" í 4. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar koma orðin: hvers útdráttar:

 

8. gr.

12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

EuroJackpot.

Til vinninga fara a.m.k. 50% af verði hverrar raðar. Í EuroJackpot eru 12 vinningsflokkar:

 1. 36% vinningsfjárhæðar skiptast jafnt milli þeirra raða sem innihalda fimm réttar aðaltölur og tvær réttar stjörnutölur.
 2. 8,60% vinningsfjárhæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda fimm réttar aðaltölur og eina rétta stjörnutölu.
 3. 4,85% vinningsfjárhæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda fimm réttar aðal­tölur.
 4. 0,80% vinningsfjárhæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda fjórar réttar aðal­tölur og tvær réttar stjörnutölur.
 5. 1,00% vinningsfjárhæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda fjórar réttar aðal­tölur og eina rétta stjörnutölu.
 6. 1,10% vinningsfjárhæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda þrjár réttar aðal­tölur og tvær réttar stjörnutölur.
 7. 0,80% vinningsfjárhæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda fjórar réttar aðal­tölur.
 8. 2,55% vinningsfjárhæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda tvær réttar aðal­tölur og tvær réttar stjörnutölur.
 9. 2,85% vinningsfjárhæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda þrjár réttar aðaltölur og eina rétta stjörnutölu.
 10. 5,40% vinningsfjárhæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda þrjár réttar aðal­tölur.
 11. 6,75% vinningsfjárhæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda eina rétta aðaltölu og tvær réttar stjörnutölur.
 12. 20,30% vinningsfjárhæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda tvær réttar aðal­tölur og eina rétta stjörnutölu.

Þau 9% af vinningsupphæðinni, sem þá standa eftir, auk aurasjóðs og ósóttra vinninga úr vinnings­flokkum 1 og 2, renna í jöfnunarsjóð sem hefur það hlut­verk að tryggja að 1. vinningur sé aldrei undir 10 milljónum evra.

Fari inneign í jöfnunarsjóði yfir 20 milljónir evra skal umframfjárhæðinni bætt við fyrsta vinning í næsta útdrætti.

Vinningsfjárhæð í vinningsflokki má ekki verða hærri en vinningsfjárhæð í hærri vinnings­flokki. Ef slíkt gerist eru vinningsflokkar lagðir saman og vinningsfjárhæð deilt jafnt milli vinnings­hafa.

Komi í ljós við útdrátt í EuroJackpot að:

 1. einhver vinningsflokkur hefur engan vinningshafa, flyst vinningsfjárhæðin í þeim vinnings­flokki yfir á sama vinningsflokk í næsta útdrætti.
 2. útborgun vinninga í 1. vinningsflokki fer yfir 120 milljón evra hámarkið mun þeirri fjárhæð, sem er yfir markinu, verða bætt við sama útdrátt fyrir 2. vinningsflokk. Hámark vinnings­fjárhæða í 2. vinningsflokki er einnig 120 milljónir evra. Ef útborgun vinninga í 2. vinnings­flokki fer yfir 120 milljón evra hámarkið, mun þeirri fjárhæð sem umfram er, verða bætt við vinningsfjárhæð næsta vinningsflokks fyrir neðan þar sem einn eða fleiri vinningshafar eru.

Fyrir hvern útdrátt verður tryggð útborgun úr 1. vinningsflokki að lágmarki 10 milljónir evra. Ef einn eða fleiri vinningar í 1. vinningsflokki og reglulegútborgun þess vinningsflokks (36% af heildar­útborgun) er lægri en tryggða útborgunin, mun útborgun þess vinningsflokks vera að fjárhæð 10 milljónir evra. Ef það er enginn vinningshafi verður útborgun 1. vinningsflokks í næsta útdrætti aukin um það sem samsvarar tryggðu útborguninni (lágmark 10 milljónir evra).

 

9. gr.

4. tölul. 13. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

 1. EuroJackpot:
  Fimm réttar aðaltölur og tvær stjörnutölur 1:139.838.160
  Fimm réttar aðaltölur og ein stjörnutala 1:6.991.908
  Fimm réttar aðaltölur 1:3.107.515
  Fjórar réttar aðaltölur og tvær stjörnutölur 1:621.503
  Fjórar réttar aðaltölur og ein stjörnutala 1:31.075
  Þrjár réttar aðaltölur og tvær stjörnutölur 1:14.125
  Fjórar réttar aðaltölur 1:13.811
  Tvær réttar aðaltölur og tvær stjörnutölur 1:985
  Þrjár réttar aðaltölur og ein stjörnutala 1:706
  Þrjár réttar aðaltölur 1:314
  Ein rétt aðaltala og tvær stjörnutölur 1:188
  Tvær réttar aðaltölur og ein stjörnutala 1:49

 

10. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26/1986, öðlast gildi 19. mars 2022.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 7. mars 2022.

 

Jón Gunnarsson.

Haukur Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica