Landbúnaðarráðuneyti

290/1980

Reglugerð um varnir gegn hundaæði (rabies) - Brottfallin

1. gr.

Til þess að forðast að hundaæði berist til Íslands, er bannað að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin og villt, þar með taldir fuglar.

Landbúnaðarráðherra getur þó vikið frá banni þessu og heimilað, að fengnum tillögum yfirdýralæknis, að flytja til landsins hunda, refi og önnur ræktuð dýr að loknum ákveðnum einangrunartíma.

Setja skal reglur í hvert sinn, er öruggar séu til varnar því, að sjúkdómar berist með dýrum þeim, sem innflutningur er leyfður á.

2. gr.

Komi það fyrir, að einhverjir flytji inn dýr án heimildar, skulu þau tafarlaust drepin og skrokkarnir brenndir. Ef lifandi dýr eru flutt til landsins án heimildar, varðar það sektum fyrir eiganda dýranna, svo og fyrir skipstjóra þann eða flugstjóra á farartæki því, er dýrin flutti, ef ætla má að dýrin séu flutt með hans vitund.

3. gr.

Flugfélögum og skipafélögum er óheimilt að taka til flutnings dýr til Íslands, ef umráðamaður eða eigandi getur ekki framvísað heimild frá landbúnaðarráðuneytinu um innflutningsleyfi fyrir dýrinu.

Ferðaskrifstofur, flugfélög, skipafélög og aðrir, sem greiða götur ferðamanna til Íslands, skulu vekja athygli á því, að innflutningur á dýrum og fuglum er óheimill.

4. gr.

Skylt er hverjum eiganda hunds að auðkenna hund sinn, annað hvort með auglýstu fjármarki sínu eða öruggu hálsbandi (leðuról) með nafni eiganda, bæjarnafni (heimili) eða auglýstu brennimarki eiganda.

Nú verður vart ómerkts flækingshunds, sem eigandi finnst ekki að, og er þá heim sem hundinn finnur, skylt að annast um hann og færa hann til hreppstjóra (bæjarfógeta, lögreglustjóra) eða gera honum viðvart tafarlaust, svo hann geti tekið hundinn í vörslu og gert gangskör að því að hafa upp á eiganda hundsins.

Ef .eigandi hefur ekki gefið sig fram eða fundist 10 dögum eftir að auglýst hefur verið eftir honum og greitt áfallinn kostnað og eigi hefur tekist að frá hundinum ábyrgan eiganda, skal hundinum lógað tafarlaust.

5. gr.

Eigendur hunda, sem hafðir eru um borð í íslenskum skipum; skulu hafa til þess sérstakt leyfi skipstjóra og lögreglustjóra á stað þeim, þar sem skipið er skrásett.

Um leið og lögreglustjóri gefur út leyfi til þess að hafa hund um borð í tilteknu skipi, skal rita á leyfið heiti, aldur, kyn, tegund, litarhátt og önnur auðkenni skipshundsins. Hundinum skal framvísað þegar leyfið er gefið út og jafnframt viðhlítandi merkisól. Leyfið gildir lengst í þrjú ár í senn og rétt er að krefjast gjalds fyrir hverju sinni. Afrit skal varðveitt hjá lögregluembætti því er .gefur leyfið út:

Allir skipshundar skulu að staðaldri bera hálsband, er gefi til kynna nafn hundsins. skipsins og skrásetningarnúmer þess. Umráðamaður skal hafa tiltæka í skipinu heimild lögreglustjóra.

Nú er skipshundur fluttur á nýtt skip og skal þá lögreglustjóri gefa út nýtt leyfi á sama hátt og að framan greinir.

Ef skipshundur drepst eða er lógað skal það tilkynnt viðkomandi lögreglustjóraembætti.

6. gr.

Strax og erlend skip koma til landsins skal tollgæslan ganga úr skugga um hjá yfirmönnum skipsins, hvort um borð í skipinu séu nokkur dýr. Ef svo reynist, er skipstjóra skylt að hlutast til um að dýrin séu geymd í læstu herbergi á skipinu, á meðan á dvöl þess stendur. Áður en skipið siglir frá landinu, skal tollgæslan ganga úr skugga um bað, hvort dýrin séu enn í vörslu um borð. Sé svo ekki, skal skipstjóri gera fullnægjandi grein fyrir afdrifum þeirra.

Óheimilt er að hafa hunda eða ketti um borð í íslenskum skipum þegar þau sigla til útlanda. Ef bann þetta er ekki virt skal fara með dýr á íslenskum skipum í sama hátt og um: erlend skip sé að ræða, þegar skipið kemur aftur til Íslands. Gildir það ákvæði uns sex mánuðir ern liðnir frá síðustu för skipsins til erlendra hafna.

Óheimilt er að fara með íslensk dýr um borð í erlend skip hér við land, ef í skipinu eru geymd erlend dýr. Sama máli gegnir um íslensk skip, hafi þau verið í millilandasiglingum einhvern tíma næstliðna sex mánuði.

Ef skipsdýr sleppa í land úr skipum þeim er að framan greinir, skulu þau ófriðhelg og skulu löggæslumenn hlutast til um að lóga þeim án tafar.

Nú ganga hvítabirnir eða önnur framandi rándýr á land og skulu þau þá ófriðhelg.

Sýslumenn á viðkomandi stöðum skulu hlutast til um að dýr þessi verði unnin eða handsömuð, svo skjótt sem aðstæður leyfa.

7. gr.

Ef þeir sem dýr hafa undir höndum, verða varir við eftirtalin einkenni, eitt eða fleiri, ætti það að vekja grun um að hundaæði gæti verið á ferðinni:

Dýrið fer að slefa óeðlilega mikið, röddin breytist, verður hás og hrjúf og þróttlítil, kynging er erfið, líkt og eitthvað standi í hálsi dýrsins.

Dýrið er órólegt og hegðar sér annarlega, það glefsar út í loftið, er hrætt, stundum ringlað.

Stundum ber á árásarhneigð, æsingi eða reiðiköstum, þess á milli deyfð og sljóleika.

Lamanir koma fram og ágerast smám saman, oftast sjást þær á afturfótum og neðra skolti. Hundaæði dregur flest dýr til dauða á 3-8 dögum.

Hver sá sem verður var við, að dýr hafi ofangreind einkenni ætti að forðast að handleika hið sjúka dýr eða kjassa það, en gera héraðsdýralækni viðvart án tafar. Ef héraðsdýralæknir telur, að grunur um hundaæði sé á rökum reistur, skal hann þegar í stað tilkynna það yfirdýralækni og viðkomandi lögregluyfirvaldi. Héraðsdýralæknir skal hlutast til um að eigandi læsi hið sjúka dýr inni, þar sem það er í öruggri vörslu og þar sem tryggt er að það valdi ekki skaða á fólki eða dýrum.

Jafnframt því að upplýsa eiganda eða umráðamenn um hættu, sem af dýrinu getur stafað, skal héraðsdýralæknir gefa fyrirmæli til varnar smitdreifingu frá hinn sjúka dýri.

Hinu grunaða dýri skal halda í vörslu í 14 daga hið skemmsta, og fylgjast skal með dýrinu daglega.

Ef dýrið sýnir frekari einkenni er benda til hundaæðis, skal enn kveða til héraðsdýralækni er tekur ákvörðun um, hvort enn skuli geyma dýrið uns yfir lýkur eða lóga því, án þess að skadda hausinn. Skal hann án tafar senda hausinn í tryggum umbúðum til rannsóknar að Tilraunastöð Háskólans að Keldum.

Ef örðugt reynist að handsama dýr, sem grunur leikur á að haldið sé hundaæði, svo unnt sé að færa það í örugga geymslu, skal dýrið aflífað undir stjórn löggæslumanna. Hafi dýrið bitið dýr eða :fólk. skal einskis láta ófreistað til að handsama það lifandi og færa það í geymslu, til þess að fá óræka vissu um það, hvort um hundaæði sé að ræða eða ekki.

8. gr.

Nú leiðir frekari rannsókn í ljós að um hundaæði hefur verið að ræða og skal þá héraðsdýralæknir einskis láta ófreistað til þess að grafast fyrir um upptök sjúkdómsins og feril hins sjúka dýrs.

Þá skal hann einnig kanna, svo sem frekast er kostur, hvaða dýr kynnu að hafa orðið fyrir biti eða áreitni af völdum hins sjúka dýrs.

Í því sambandi er eigendum skylt að færa dýr sin til skoðunar, eða hafa þau tiltæk til skoðunar, ef héraðsdýralæknir óskar þess. Skal eigandi láta í té næga aðstoð, svo að skoðun geti gengið sem greiðast.

Nú færist eigandi undan að láta skoða dýr sín í þessum tilgangi, og er þá heimilt að láta sækja dýrin til skoðunar með lögregluvaldi, hvort sem dýrið er geymt á heimili eiganda eða annars staðar. Kostnað við lögregluaðgerð skal eigandi dýrsins greiða.

Nú verður viðhlítandi skoðun ekki við komið, eða hún ekki talin áhættulaus og skal þá færa dýrið í örugga vörslu til frekari athugunar.

9. gr.

Héraðsdýralæknir skal hlutast til um, að hundum og köttum sem orðið hafa fyrir biti eða áreitni bitóðs dýrs sé lógað án afar. Sama máli gegnir um önnur húsdýr, sem bitin hafa verið. Löggæslumönnum er heimilt að taka slík dýr með valdi, hvort sem er á heimili eiganda eða annars staðar. Ef bitóð dýr ráðast á búfé í húsum eða heimahögum, skal skoða öll dýr á bænum nánar. Heimilt er að fyrirskipa trygga vörslu á öllum húsdýrum á búinu í allt að 6 mánuði, hafi dýr þar veikst af hundaæði eða orðið fyrir áreitni eða biti bitóðs dýrs.

Um vörslu, einangrun og varúðarráðstafanir skal fara samkvæmt fyrirsögn héraðsdýralæknis hverju sinni, að höfðu samráði við yfirdýralækni.

10. gr.

Nú verður hundaæðis vart á fleiri stöðum í senn og er þá landbúnaðaráðherra heimilt að fyrirskipa samgöngubann, að því er varðar hunda og ketti á tilteknu landsvæði.

Á meðan slíkt samgöngubann er í gildi er óheimilt að flytja hunda og ketti inn á eða út af hinu ákveðna bannsvæði.

Eigendur eða umsjónarmenn skulu sjá um að öllum hundum og köttum sé haldið innan dyra. Verði vart við hunda og ketti lausa utanhúss eða á flækingi, skulu löggæslumenn taka þá í sína vörslu til aflífunar eða lóga þeim þegar í stað.

Innan bannsvæðis er öll notkun hunda við smölun og veiðar óheimil. Sama máli gegnir um hundasýningar og hundahreinsun og aðra samsöfnun hunda.

Innan bannsvæðis skulu sveitastjórnir leggja áherslu á að eyða refum og minkum svo sem frekast er kostur. Óheimilt er að flá loðdýr sem veidd eru innan bannsvæðis.

Ef hundaæði nær verulegri útbreiðslu, er landbúnaðarráðherra heimilt að fyrirskipa aðrar ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru taldar til að uppræta sjúkdóminn, t. d. bólusetningu húsdýra, víðtækar hömlur á samgangi húsdýra, sérstaka vörslu á vegum og takmarkanir á umferð með húsdýr o. s. frv.

11. gr.

Hver sá sem hefur rökstuddan grun um, að villt dýr (refir, minkar, villikettir) séu haldin hundaæði, skal þegar í stað gera viðkomandi hreppstjóra, sýslumanni eða lögreglustjóra aðvart.

Hverjum, sem verður var við ref eða mink, sem fælist ekki fólk, snuðrar við bæi, er lamaður, ringlaður eða hegðar sér á annan hátt óeðlilega, ber að gera næsta hreppstjóra aðvart.

Freista skal þess án tafar að fella hið grunaða dýr eða handsama það lifandi, sé þess nokkur kostur, svo hægt sé að setja það í geymslu.

Ef fella þarf dýrið, skal það gert án þess að skadda hausin sem héraðsdýralæknir skal hlutast til um að komið sé til rannsóknar tafarlaust.

Reynist grunur um bitæði á rökum reisur, skal efla útrýmingu á refum, minkum og villiköttum svo sem frekast er kostur.

12. gr.

Ónæmisaðgerðir gegn hundaæði má eingöngu framkvæma samkvæmt fyrirmælum yfirdýralæknis og með efnum sem hann segir fyrir um.

Læknismeðferð á dýrum sem grunur leikur á að haldin séu hundaæði er óheimil.

13. gr.

Brot gegn ákvæðum þessarar reglugerðar varða sektum nema þyngri refsing liggi við. Sektir renna í ríkissjóð.

Fara skal með mál sem rísa kunna af ákvæðum þessarar reglugerðar að hætti opinberra mála.

14. gr.

Reglugerð þessi, sem- sett er samkvæmt lögum um dýralækna nr. 31/1970, lögum um varnir gegn gin- og klaufaveiki nr. 11/1928 og lögum um innflutning búfjár.nr. /74 1962, öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum, sem hlut eiga að máli.

Landbúnaðarráðuneytið, 29. maí 1980

Pálmi Jónsson.

Sveinbjörn Dagfinnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica