Viðskiptaráðuneyti

288/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl., nr.632/1995 og um breytingu á auglýsingu um gjöld vegna alþjóðlegra einkaleyfisumsókna nr. 639/1995. - Brottfallin

Reglugerð

um breytingu á reglugerð um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl., nr.

632/1995 og um breytingu á auglýsingu um gjöld vegna alþjóðlegra

einkaleyfisumsókna, nr. 639/1995.

I. KAFLI

Breytingar á reglugerð um gjöld

fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl., nr. 632/1995.

1.gr.

Orðin "eða afrit" í 5. tl. 1. mgr. 1. gr. falla niður:

2.gr.

            Í stað orðanna "eða 1. mgr. 20. gr. ell." í 6. tl. 1. mgr. 1. gr. kemur: eða 3. mgr. 19. gr. ell.

3.gr.

            7.tl. 1.mgr. 1.gr. orðast svo:

7)         Útgáfugjald skv. 1. mghr. 19.gr. ell.:

  1. grunngjald fyrir fyrstu 40 blaðsíður lýsingar með tilheyrandi einkaleyfiskröfum, teikningum og ágripi.

6.000

·  viðbótargjald fyrir hverja blaðsíður sem byrjar umfram 40

550

·  viðbótargjald fyrir hverja einkaleyfiskröfu sem bætt er við þær sem greitt var fyrir við innlagningu umsóknar

1.300

4.gr.

            4.mgr. 1. gr. orðast svo:

            Þegar umsækjanda er tilkynnt um að unnt sé að veita einkaleyfi sbr. 1. mgr. 19. gr. ell. skal jafnframt geta um upphæð útgáfugjalds. Fjöldi síðna skv. 7. tl. 1. mgr. miðast við þá lýsingu ásamt einkaleyfiskröfum og teikningum sem fyrir liggja þegar tilkynningin er send.

5.gr.

            við 1. gr. bætast tvær nýjar mgr., sem verða 5. og 6. mgr.

  1. 5. mgr. orðast svo:

Fyrir umsóknir sem voru samþykktar til framlagningar og umsækjanda tilkynnt þar um fyrir 1. júní 1996, skal í stað útgáfugjalds greiða framlagningargjald skv. 1. mgr. 20. gr. ell. fyrir breytingu þeirra skv. lögum nr. 36/1996:

  1. grunngjald fyrir fyrstu 40 blaðsíður lýsingar með tilheyrandi einkaleyfiskröfum, teikningu og ágripi

6.000

·  viðbótargjald fyrir hverja blaðsíðu sem byrjar umfram 40

550

·  viðbótargjald fyrir hverja einkaleyfiskröfu sem bætt er við þær sem greitt var fyrir við innlagningu umsóknar

1.300

b) 6. mgr. orðast svo:

            Þar, sem kveðið er á um útgáfugjald í 4. mgr., er átt við framlagningargjald að því er varðar þær umsóknir, sem höfðu verið samþykktar til framlagningar og umsækjanda tilkynnt þar um, fyrir 1. júní 1996.

6.gr.

            Í stað orðanna "43. gr. rg. ell." í 1. tl. 1. mgr. 4. gr. kemur: 48. gr. rg. ell.

7.gr.

            Á eftir orðunum "Gjöld skv. 1. mgr. " í 2. mgr. 17. gr. kemur: og 5. mgr.

 

Breyting á auglýsingu er sleppt þar sem um reglugerðarsafn er að ræða.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica