Fjármálaráðuneyti

287/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila, með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Almennt skrifstofuhald, þ.m.t. færsla eigin bókhalds og rafræn gagnavinnsla í eigin þágu, telst ekki vera í samkeppni við atvinnufyrirtæki.


2. gr.

5. tölul. 12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
5. Þjónustu verkfræðinga, tæknifræðinga, arkitekta, lögfræðinga, löggiltra endurskoðenda, tölvunarfræðinga og annarra sérfræðinga er almennt þjóna atvinnulífinu og lokið hafa háskólanámi eða sambærilegu langskólanámi eða starfa sannanlega á sviði fyrrgreindra aðila og veita sambærilega þjónustu.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 3. gr., 23. gr. og 3. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og öðlast gildi þegar í stað.


Fjármálaráðuneytinu, 16. apríl 2003.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Maríanna Jónasdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica