Landbúnaðarráðuneyti

238/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 399/1993 um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 399/1993 um varnir gegn útbreiðslu

riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar.

 

1. gr.

                2. máls. 12. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

                Fjárhæð bóta fyrir hverja kind skal miða við 24 kg fallþunga og tvöfalt kjötverð í verðflokknum F I, auk sláturs og gæru, samkvæmt því verði sem gilti 1. júní 1995.

 

2. gr.

                4. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

                Beinar greiðslur ríkissjóðs til framleiðenda sauðfjárafurða greiðast á fjárleysitímanum. Þær greiðast á sömu gjalddögum og væri um framleiðslu að ræða. Þær taka breytingum á sama hátt og greiðslumark jarðarinnar gerir á fjárleysistímanum. Beinar greiðslur ríkissjóðs koma til frádráttar þeim bótum sem ákveðnar verða fyrir hvert fjárleysisár skv. 1. mgr. en það sem eftir stendur greiðist í einu lagi í september ár hvert, sbr. 1. mgr.

 

3. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 25 7. apríl 1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og öðlast þegar gildi.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

                Greiða skal bætur samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar til þeirra framleiðenda sauðfjárafurða sem skorið hafa niður bústofn sinn til útrýmingar á riðuveiki eftir 1. september 1995, en hafa ekki fengið greiddar bætur vegna niðurskurðarins.

 

Landbúnaðarráðuneytinu, 18. apríl 1996.

 

Guðmundur Bjarnason.

Jón Höskuldsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica