Landbúnaðarráðuneyti

616/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 671/1997 um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 671/1997 um aðbúnað nautgripa og

eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra.

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.

Landbúnaðarráðherra er heimilt að fengnum meðmælum yfirdýralæknis að veita almenna undanþágu í allt að eitt ár frá ákvæðum 2. ml. 13. tl. 10. gr. samkvæmt nánari skilyrðum sem yfirdýralæknir setur.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um búfjárhald, forðagæslu o.fl. nr. 46/1991 ásamt síðari breytingum, lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr nr. 66/1998 og lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim ásamt síðari breytingum og öðlast gildi þegar í stað.

Landbúnaðarráðuneytinu, 15. september 1999.

Guðni Ágústsson.

Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica