Landbúnaðarráðuneyti

535/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 188/1988 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 188/1988 um slátrun,

mat og meðferð sláturafurða, með síðari breytingum.

 

1. gr.

                Við 3. tl. 18. gr. reglugerðarinnar, sbr. breytingu með 2. gr. rg. nr. 118/1994, bætist nýr bókstafsliður, d-liður, svohljóðandi:

d.             Heimilt er að auðkenna skrokka sem metnir eru í vaxtarlagsflokk I og fituflokk M (UNIM) með merkinu + (UNIM+), ef kjötið ber augljós merki góðrar fóðrunar.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 30 28. apríl 1966 um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum og öðlast gildi þegar í stað.

 

Landbúnaðarráðuneytinu, 5. september 1997.

 

F. h. r.

Guðmundur Sigþórsson.

Jón Höskuldsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica