Félagsmálaráðuneyti

280/1989

Reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, stofnana þeirra og fyrirtækja - Brottfallin

REGLUGERÐ

um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga,

stofnana þeirra og fyrirtækja.

 

I. KAFLI

Bókhald.

1. gr.

Sveitarfélög, stofnanir þeirra og fyrirtæki skulu haga bókhaldi sínu í samræmi við ákvæði laga er gilda um bókhald, eftir því sem við á.

2. gr.

Bókhald sveitarfélaga skal fært samkvæmt reglum um tvíhliða bókhald. Niðurstöður undirbókhalds svo sem sjóðbókar og gjaldendabókhalds, skal færa á sérstaka reikninga í hinu tvíhliða bókhaldi og skulu slíkir bókhaldsreikningar stemmdir of reglulega við undirbækurn­ar.

3. gr.

Sveitarfélög skulu halda sérstaka skrá þar sem færðar eru altar fjárhagsábyrgðir eða aðrar skuldbindingar sem sveitarfélagið eða fyrirtæki þess hefur tekið á sig gagnvart þriðja aðila. Í skránni skal koma fram hvenær sveitarfélagið tókst á hendur viðkomandi ábyrgð eða skuldbindingu og hverjum hún er vent. Þegar ábyrgð eða skuldbindingu lýkur skal það fært í skrána.

4. gr.

Sveitarsjóðir, stofnanir sveitarfélaga og fyrirtæki skulu halda sérstaka eignaskrá sbr. 10. gr., en eignaskráin skoðast sem hluti of bókhaldsgögnum sveitarfélags.

5. gr.

Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út og endurnýjar, í samráði við félagsmálaráðu­neytið og Hagstofu Íslands, handbók um reikningshald sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Í handbókinni skulu vera leiðbeinandi reglur um flokkun og greiningu á tekjum, gjöldum, eignum og skuldum sveitarfélaga á hverjum tíma.

 

II. KAFLI

Ársreikningur.

6. gr.

Í ársreikningi sveitarfélags skal vera sérgreint yfirlit um rekstur sveitarsjóðs, stofnana sveitarfélagsins og fyrirtækja þess á reikningsárinu, auk efnahagsreikninga í lok reikningsárs, ásamt skýringum. Jafnframt skal semja samstæðureikning fyrir sveitarfélagið, stofnanir þess og fyrirtæki með sjálfstætt reikningshald.

Í samstæðureikningi skal vera heildaryfirlit um rekstur og framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á reikningsárinu. Í samandregnum efnahagsreikningi skulu koma fram heildareignir og heildarskuldir sveitarfélagsins í lok reikningsárs þar sem eignir og skuldir sveitarsjóðs og stofnana og fyrirtækja innbyrðis eru dregnar frá heildarfjárhæðum.

 

7. gr.

Í skýringum ársreiknings skal gera grein fyrir þeim reikningsskilaaðferðum sem bent er við gerð ársreikningsins og öðrum þeim atriðum sem nauðsynleg eru við mat á afkomu og stöðu sveitarfélagsins. Gera skal grein fyrir fjárhagsábyrgðum sveitarfélagsins og þeim skuldbindingum sem ekki koma fram í efnahagsreikningi.

Í skýringum skal birta upplýsingar um varanlega rekstrarfjármuni sveitarfélags og aðrar þær eignir sem áður hafa verið gjaldfærðar og eru því ekki tilgreindar í efnahagsreikningi.

Í handbók um reikningshald sveitarfélaga skulu vera nánari leiðbeiningar um þetta efni.

 

8. gr.

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins vegna reikningsársins skal birt í ársreikningnum til samanburðar.

 

9. gr.

Sveitarfélög, stofnanir þeirra og fyrirtæki skulu beita eftirtöldum reikningsskilaaðferð­

um:

  1. Sértækri reikningsskilaaðferð fyrir sveitarsjóð og þær stofnanir sveitarfélags sem reknar eru á sambærilegum grundvelli.
  2. Almennri reikningsskilaaðferð fyrirtækja í atvinnurekstri.

Í handbók sveitarfélaga um reikningshald skulu vera leiðbeinandi reglur um hvernig algengustu stofnanir sveitarfélaga og fyrirtæki greinast með tilliti til framangreindra reikn­ingsskilaaðferða.

 

10. gr.

Í ársreikningi sveitarsjóðs og þeirra stofnana og fyrirtækja sem beita reikningsskilaaðferð skv. a-1ið 9. gr. skal vera heildaryfirlit um rekstur og fjárfestingu á reikningsárinu og yfirlit um breytingu á veltufjárstöðu frá upphafi árs til loka þess.

Í efnahagsreikning skal færa allar eignir og skuldir sveitarfélags, en við mat þessara liða og framsetningu gilda almennt viðurkenndar reikningsskilaaðferðir. Með peningalegum eignum teljast m.a. sjóður og bankainnstæður, óinnheimtar kröfur, verðbréf og víxlar, hlutabréf og eignarhlutir. Með skuldum sveitarfélags teljast allar skuldir þess til skemmri tíma en eins árs frá lokum reikningstímabils, svo og skuldir til lengri tíma. Með skammtímaskuld­um skal telja afborganir of langtímalánum sem gjaldfalla innan eins árs frá uppgjörsdegi.

Í handbók sveitarfélaga um reikningshald skulu vera nánari leiðbeiningar um eignfærslu og gjaldfærslu fjárfestinga sveitarsjóða, stofnana og fyrirtækja og um færslu eignaskrár.

 

11. gr.

Ársreikningar sveitarfélaga, sem senda skal til félagsmálaráðuneytisins og Hagstofu Íslands fyrir 31. júlí ár hvert, skulu vera sundurliðaðir á þann hátt sem Hagstofa Íslands ákveður, að höfðu samráði við ráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

III. KAFLI

Ýmis ákvæði.

12. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum 81. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 55 19. mars 1963.

 

Félagsmálaráðuneytið, 25. maí 1989.

 

Jóhanna Sigurðardóttir.

Húnbogi Þorsteinsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica